Skip to main content

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Harriet Naa Teckie Botchway

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Harriet Naa Teckie Botchway - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. maí 2020 13:00 til 13:45
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt: https://us02web.zoom.us/j/8199368234?pwd=T2d1MUYvbEpaQkJPUFpJMkt3eHdLUT09

Meistaranemi: Harriet Naa Teckie Botchway

Heiti verkefnis: Svifryksmengun: Uppruni þegar yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík og ástandið í Accra 2015

___________________________________________

Deild: Jarðvísindadeild

Leiðbeinandi: Þröstur Þorsteinsson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði

Prófdómari: Kristín Lóa Ólafsdóttir, verkefnastjóri og heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur

Ágrip

Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á að finna leiðir til að minnka magn og fækka fjölda skipta sem svifryk (PM10) fer yfir heilsuverndarmörk í jafn ólíkum löndum og Íslandi, Reykjavík, og Ghana, höfuðborginni Accra. Á Íslandi er áhersla lögð á rafbílavæðingu bílaflotans, sem bætir stöðu þess á "Environmental Performance Index" og fikrar því í áttina að minni mengun í umhverfinu. Sem þróunarland, þarf Ghana að reiða sig á ódýrar lausnir til að mæla svifryksmengun og tengja við uppsprettur mengunarinnar.

Þessi rannsókn fjallar um uppsprettur svifryksmengunar sem ollu því að farið var yfir sólarhringsheisluverndarmörk árið 2015 í Reykjavík og áhrif veðurs á styrk svifryksmengunar. Þrennskonar gögn voru aðallega notuð, mælingar frá Grensás (GRE) og Fjölskyldu-og húsdýragarðinum (FHG), auk niðurstaðna úr einföldu líkani af styrk svifryksmengunar. Einnig voru veðurgögn frá Veðustofu Íslands notuð.

Mælingar á GRE voru bornar saman við líkanreikninga til að meta hversu vel einfalda líkanið virkaði. Líkanið metur einungis mengun vegna umferðar og að takmörkuðu leiti vegna staðbundinnar uppþyrlunar og einungis fyrir GRE stöðina að svo stöddu. Af 328 mælidögum voru 9 yfir heilsuverndarmörkum á GRE og 2 á FHG. Báðar stöðvarnar fóru yfir mörkin þann 15. júní, þannig að í raun eru dagarnir 10. Dægurgildi PM10 þessa daga var milli 52 µg/m³ og 116 µg/m³ á GRE. Gögn vantaði vegna tækjabilunar frá 5. mars til 11. apríl á GRE.

Helstu uppsprettur svifryksmengunar þessa 10 daga sem voru yfir heilsuverndarmörkum voru af mannavöldum (umferð og uppþyrlun, 6 dagar og byggingarframkvæmdir, 1 dagur), en einnig voru náttúrulegar uppsprettur, sandfok, 3 dagar. Svifryk vegna útblásturs fylgir Gaussian plume líkaninu. Úrkoma og vindhraði höfðu áhrif á styrk svifryk á dögunum yfir heilsuverndarmörkum.

Almennt vanmat líkanið styrk svifryks vegna umferðar og uppþyrlunar ef vindhraðinn fór yfir 5 m/s. Þekking á ástæðum og veðuraðstæðum þegar svifryk mælist yfir heilsuverndarmörkum gagnast við ákvarðanir í umhverfismálum. Ársmeðaltal svifyrks (PM10) í Ghana (Accra) var 172 µg/m³ og í Reykjavík (GRE) 18 µg/m³. Svifryksmengun (PM10) af mannavöldum eru helsta uppsprettan í Accra, umferð, notkun kola, brennsla á rusli með opnum eldi og staðir sem reykja fisk. Stefnumótun hefur verið þróuð til að minnka þessa mengun og í þessari ritgerð eru tillögur til að bæta loftgæðin í Ghana enn frekar.