Skip to main content

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Georg King

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Georg King - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. júní 2020 13:00 til 14:30
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesturinn verður á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/8825370809

Meistaranemi: Georg King

Heiti verkefnis: Mat á þjónustu vistkerfa við endurheimt landgæða á Íslandi: Þátttaka almennings

___________________________________________

Deild: Líf- og umhverfisvísindadeild

Leiðbeinandi: Rannveig Ólafsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild

Einnig í meistaranefnd: Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs hjá Skógræktinni

Prófdómari: Jóhann Helgi Stefánsson, umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Landgræðslunni

Ágrip

Afleiðingar landhnignunar eru miklar og margvíslegar um alla jörð. Á Íslandi hefur víðáttumikil jarðvegseyðing haft mikil áhrif á vistkerfi landsins og stuðlað að hnignun vistkerfisþjónustu þeirra. Tilraunir til að endurheimta vistkerfin hafa staðið yfir frá byrjun síðustu aldar. Dæmi um vel heppnaðan árangur landgræðslu er t.d. friðun birkiskóga í Þórsmörk. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi til að meta þá vistkerfisþjónustu  sem slík endurheimt skilar. Þessi ritgerð beinir sjónum að þjónustu vistkerfa á Suðurhálendinu. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að greina og bera saman vistkerfisþjónustu í Þórsmörk og á Almenningum, en landnýting hefur verið  með gjörólíkum hætti á þessum tveimur svæðum síðastliðna öld. Haft var samband við þátttakendur á vettvangi rannsóknarinnar og þeim boðin þátttaka í netkönnun sem innihélt fjölvalspurningar og gagnvirkt kort sem náði yfir bæði svæðin. Niðurstöður sýna að (1) val á vistkerfisþjónustu tengist bakgrunni þátttakenda, (2) þátttakendur tengja saman mismunandi vistkerfisþjónustu og landnotkun, (3) birkiskógar og uppgræðsla lands eykur gildi á þjónustu vistkerfa fyrir útivist og afþreyingu. Niðurstöður sýna enn fremur að „viska almennings“ reynist vel til að skrásetja staðbundna þekkingu og reynslu fólks af þjónustu vistkerfa þegar kemur að endurheimt landsgæða. Þátttöku LUK reynist jafnframt vel til að safna slíkri þekkingu og nýta til að leysa úr ágreiningi um landnotkun og styðja við lýðræðislega ákvarðanatöku við stjórnun þjóðgarða og annarra svæða í umsjón hins opinbera á Íslandi.