Skip to main content

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Emma Njeru

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði - Emma Njeru - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. júní 2020 13:00 til 14:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt: https://zoom.us/j/6457557654?pwd=UmlISmZ4c1g5TUErSTNyYkEzUVdPUT09

Meistaranemi: Emma Njeru

Heiti verkefnis: Byggðarmynstur or huglæg vellíðan á Höfuðborgarsvæðinu: Áhrif af hinu byggða og félagslega umhverfi á lífsánægju einstaklinga, huglæg lífsgæði og félagslega vellíðan

___________________________________________

Deild: Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Leiðbeinandi: Jukka Heinonen, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Einnig í meistaranefnd: Michal Czepkiewicz, nýdoktor við Verkfræðistofnun og Áróra Árnadóttir, doktorsnemi í umhverfisfræði.

Prófdómari: Magnús Yngvi Jósefsson, rannsóknarstjóri á sviði þjónustu og nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg.

Ágrip

Fyrri rannsóknir hafa greint frá áhrifum þéttbýlis á huglæga vellíðan einstaklinga við mismunandi aðstæður í ýmsu samhengi. Hins vegar hafa áhrif borgarforms á lífsánægju einstaklinga, huglæg lífsgæði og félagslega vellíðan sjaldan verið rannsökuð í samhengisrannsókn með margþættri greiningu. Í þessari rannsókn er notuð blönduð aðferðafræði til að greina áhrif borgarformsins á huglæga og félagslega vellíðan svarenda. Könnun sem var gerð á 706 íbúum höfuðborgarsvæðisins mældi huglæga vellíðan íbúa. Borgarformið var mælt með GIS-kerfinu og reiknað út innan 1 km radíusar í kringum heimili þeirra. Félagsleg vellíðan í íbúðahverfum svarenda var metin með eigindlegri greiningu á 14 viðtölum. Stigveldis aðhvarfsgreining mat efnislegu samhengisbreyturnar. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar benda til þess að íbúaþéttleiki innan 1 km radíusar hafi neikvæð áhrif á huglæg lífsgæði og félagslega vellíðan svarenda. Ennfremur bentu viðtöl til þess að staðartengsl, nálægð við menningar- og afþreyingarþjónustu og aðgengi að opnu rými skipti máli fyrir félagslega vellíðan svarenda. Þátttakendur lýstu því yfir að aðgengi að grænum svæðum, aðgengi hverfisins og nálægð við miðborgina væru mikilvægir þættir fyrir vellíðan þeirra, þvert á niðurstöður könnunarinnar. Að lokum var nálægð við daglega þjónustu gagnleg fyrir huglæga vellíðan svarenda, á meðan þörfin fyrir næði og einangrunartilfinning voru neikvætt tengd við vellíðan vegna íbúaþéttleika. Niðurstöður benda til þess að borgarskipuleggjendur og hönnuðir þurfi að huga að bæði félagslegum þáttum og þeim tengdum íbúðarhverfinu þegar þeir hanna fyrir samfélög í þéttbýli og úthverfum