Meistarafyrirlestur í tölvunarfræði - Sigurður Páll Behrend | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistarafyrirlestur í tölvunarfræði - Sigurður Páll Behrend

Hvenær 
15. júní 2018 12:30 til 13:00
Hvar 

VR-II

Stofa 257 - Langholt

Nánar 
Allir velkomnir

Meistaranemi: Sigurður Páll Behrend

Heiti verkefnis: Hönnun, útfærsla og bestun á háþróuðu inn/úttakskerfi fyrir samhliða vélnámsalgrím.

Deild: Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild.

Leiðbeinendur:  Dr. Morris Riedel, gestadósent við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild og dr. Helmut Neukirchen, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild.

Prófdómari: Dr. Lars Hoffmann, sérfræðingur við Climate Science Simulation Laboratory, Juelich Supercomputing Centre, Þýskalandi.

Ágrip

Tilgangur ritgerðarinnar er að bæta les og skrifhraða í PiSVM tólasafninu sem notaðer í vélnámi og stórvirkri tölvuvinnslu. Þetta verður gert með því að skoða núverandiles og skrifaðgerðir, og hanna viðbætur sem gera PiSVM tólum kleift að lesa og skrifagögn hliðrænt á HDF5 sniði. HDF5 er stigfrjálst og sveigjanlegt skráarform sem erekki mikið notað ennþá í stórvirkri tölvuvinnslu. Lausnin verður útfærð í PiSVMtólasafninu til að sannreyna virkni. Við klasasafnið verður bætt við flokkara semgetur lesið gögn á SVMLight textasniði og skrifar þau út í skrá á HDF5 bitasniði. Það tókst að lækka heildar keyrslutíma PiSVM-Train um 3.45%. Það tókst að lækkaheildar keyrslutíma PiSVM-Predict um 4.88%. Mikið meiri lækkun á keyrslutímales og skrifaðgerða náðist, allt upp í 98% lækkun. Þessi aukning á keyrsluhraða ervegna hönnunar skráarsniðs og eiginleika sem HDF5 klasasafnið býður upp á viðgeymslu á gögnum á HDF5 skráasniði. Aukalega náðist fram smækkun á stærðgagnaskráa um 72% og smækkun model skráa um 24%. Þar sem verið er að vinnameð PiSVM á mörgum stöðum í heiminum og mörg eintök af gögnum eru iðulegageymd á meðan verið er að vinna með þau þá er þetta töluverður kostur.

Sigurður Páll Behrend

Meistarafyrirlestur í tölvunarfræði - Sigurður Páll Behrend

Netspjall