Skip to main content

Meistarafyrirlestur í tölvunarfræði - Pétur Bjarni Pétursson

Meistarafyrirlestur í tölvunarfræði - Pétur Bjarni Pétursson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. júní 2020 10:00 til 11:30
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt: https://eu01web.zoom.us/j/61317108455

 Meistaranemi: Pétur Bjarni Pétursson

Heiti verkefnis: Hlutverk vörustjóra: skyldur, áhrif og eiginleikar í hugbúnaðarþróun á Íslandi 

___________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Leiðbeinandi: Ebba Þóra Hvannberg, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Einnig í meistaranefnd: Matthias Book, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Prófdómari: Marta Kristín Lárusdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík

Ágrip

Agile aðferðir við hugbúnaðarþróun eins og Scrum hafa verið mikið notaðar síðan árið 2001. Scrum er aðferðafræði sem skilgreinir ýmis hlutverk og aðferðir til að þróa hugbúnaðarvöru á sem skilvirkastan hátt. Eitt þeirra hlutverka er vörustjóri (enska Product Owner), sem ber ábyrgð á því að hámarka virði vörunnar. Þessi rannsókn skoðaði hlutverk vörustjóra í samhengi hugbúnaðarþróunar á Íslandi. Rannsóknarspurningarnar sem leitað var svara við voru hvaða verkefnum vörustjóri sinnir, hvernig vörustjórar hafa áhrif á þróunarkostnað, -tíma og -umfang, hvaða aðferðum þeir beita til að hafa áhrif á virði vöru, líkindi með öðrum störfum og hvaða hæfni eða hæfileika er búist við að vörustjóri hafi yfir að ráða. Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegum rannsóknaraðferðum, gögnum safnað með viðtölum og athugunum, og Grounded Theory aðferðin notuð við greiningu gagna. Niðurstöðurnar sýndu að auk þekktra verkefna úr fræðum sinntu vörustjórar yfirliti með framvindu hugbúnaðarþróunarinnar, ein af hefðbundnum skyldum Scrum Master. Vörustjórarnir höfðu meiri áhrif á tíma og umfang en kostnað, og rannsóknin leiddi í ljós nýstárlega færni sem vænst er af vörustjóranum, það er sköpunargáfu, tæknikunnáttu og þekkingu á sviði vörunnar.