Skip to main content

Meistarafyrirlestur í reikniverkfræði - Þór Tómasarson

Meistarafyrirlestur í reikniverkfræði - Þór Tómasarson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. maí 2020 10:00 til 12:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesturinn verður á Zoom: https://us02web.zoom.us/j/81031164767?pwd=Rno1OVlMcCtqUjZFN2NQR281SjN2QT09

Meistaranemi: Þór Tómasarson

Heiti verkefnis: Notkun fjölrófsmynda til að flokka aðskotahluti á framleiðslubandi

___________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Leiðbeinandi: Magnús Örn Úlfarsson, prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild

Meðleiðbeinandi: Hildur Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Marel

Einnig í meistaranefnd: Steinn Guðmundsson, dósent við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Prófdómari: Guðmundur Einarsson, rannsakandi hjá OQTON

Ágrip

Margar greinar framleiðsluiðnaðar hafa hag af öflugu gæðaeftirlitskerfi þar sem notast er við myndgreiningu til að bera kennsl á og flokka aðskotahluti. Litrófsmyndgreiningartækni sem getur greint bæði sýnilega litrófið og nærinnrauða litrófið gefur mikilvægar upplýsingar, svo sem um stærð, lögun, áferð og efnafræðilegt innihald myndaða hlutarins á rauntíma. Hins vegar er krefjandi verk fyrir flokkunaralgrím að vinna úr þessum upplýsingum á þeim hraða sem framleiðsluiðnaður krefst. Fá gæðaeftirlitskerfi eru í boði fyrir iðnaðinn og þau sem eru á markaði eru ekki fullnægjandi. Til dæmis hafa sum eftirlitskerfanna ekki getu til að læra inn á nýja aðskotahluti, og önnur geta ekki unnið úr upplýsingunum á þeim hraða sem framleiðsluiðurinn krefst. Fá þeirra gæðaeftirlitskerfa sem í boði eru nýta sér samtímis þær litrófsupplýsingar og rúmfræðilegu upplýsingar sem fást úr litrófsmynd með nærinnrauðu ljósi. Þetta meistaraverkefni leggur til myndgreiningarkerfi sem vinnur úr bæði litrófsupplýsingum og rúmfræðilegum upplýsingum sem fást með fjölrása litrófsmyndavél á því sem næst rauntíma. Myndgreiningarkerfið er byggt á nýlegum framförum í myndgreiningu með djúpum tauganetum og ætti að geta greint aðskotahluti með meiri nákvæmni en mannleg skoðun er fær um. Kerfið hefur einnig góða aðlögunarhæfni þar sem það er fært um að laga sig að breyttum aðstæðum á borð við birtuskilyrði og hitastig.