Skip to main content

Meistarafyrirlestur í líffræði - Arnar Þór Björgvinsson

Meistarafyrirlestur í líffræði - Arnar Þór Björgvinsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. maí 2020 10:00 til 11:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt á slóðinni: https://eu01web.zoom.us/j/69190901590

Meistaranemi: Arnar Þór Björgvinsson

Heiti verkefnis: Tjáningarmunstur og innanfrumustaðsetning Pontin og Reptin

___________________________________________

Deild: Líf- og umhverfisvísindadeild

Leiðbeinandi: Sigríður Rut Franzdóttir, lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild

Meðleiðbeinandi:  Zophonías Oddur Jónsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild

Prófdómari: Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent við Læknadeild 

Ágrip

Pontin og Reptin eru vel varðveitt prótein sem tilheyra fjölskyldu AAA+ ATPasa og tengjast margskonar frumustarfsemi. Þau finnast í öllum heilkjörnungum og eru talin tengjast samsetningu á stórum próteinflókum sem gegna ólíkum hlutverkum innan frumna. Í þessu verkefni voru mismunandi tól notuð til þess að skoða tjáningu, staðsetningu og hegðun Pontin og Reptin in vivo. Ávaxtaflugan, Drosophila melanogaster, var notuð sem tilraunalífvera. mCherry flúrpróteinmerkjum var skotið inn í erfðamengið framan á bæði Pontin og Reptin, sem viðbót við stofna sem áður höfðu verið myndaðir á sama hátt og bera GFP merki. Tjáning Pontin og Reptin í gegnum fósturskeið var greind með lifandi smásjárskoðun og innanfrumustaðsetning próteinana skoðuð í vefjum á þriðja lirfustigi. Bæði Pontin og Reptin hafa sterka og almenna tjáningu í flestum frumum og vefjum í fósturþroskun og á lirfustigum, þar sem þau eru hæstum styrk í kjarna. Við frumuskiptingar losna þau bæði frá litni og tengjast mítósuspólum.  Bæði Pontin og Reptin mynda doppur í umfrymi í mörgum frumugerðum.  Hegðun Pontin og Reptin virðist þó vera ólík í sumum frumugerðum þar sem, t.d. Pontin myndar sterka punkta í umfrymi seytifrumna í munnvatnskirtlum lirfa á meðan Reptin gerir það ekki. Bæði próteinin hafa mjög sterka tjáningu í kynkirtlum karldýra samanborið við aðra vefi og þau eru bæði útilokuð úr kjarna í sæðismyndandi frumum.  Í framhald af þessu verkefni er áhugavert að nýta þá stofna sem myndaðir voru til að skilgreina betur hvaða prótein Pontin og Reptin eiga í samskiptum við og hegðun þeirra í misunandi frumugerðum.