Skip to main content

Meistarafyrirlestur í landfræði - Michael Virgil Bishop

Meistarafyrirlestur í landfræði - Michael Virgil Bishop - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. júní 2020 16:00 til 17:30
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesturinn verður á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/8825370809

Meistaranemi: Michael Virgil Bishop

Heiti verkefnis: Viðhorf almennings til miðhálendisþjóðgarðs

___________________________________________

Deild: Líf- og umhverfisvísindadeild

Leiðbeinandi: Rannveig Ólafsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild

Einnig í meistaranefnd: Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði

Prófdómari: Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri skrifstofu landgæða hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Ágrip

Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands myndi marka tímamót í sögu náttúruverndar hér á landi og hann yrði þá jafnframt stærsti þjóðgarður Evrópu. Þrátt fyrir víðtækan stuðning almennings gagnvart fyrirhuguðum þjóðgarðs, er enn sem komið er lítið vitað um undirliggjandi væntingar almennings til þjóðgarðs, sem og ástæður andstöðu við hann. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að meta viðhorf almennings til þjóðgarðs á miðhálendinu, sem og til ágreiningsmála vegna nýtingar lands á svæðinu sem hann mun ná yfir. Niðurstöður sýna  mikinn stuðning við fyrirhugaðan þjóðgarð, en leiða jafnframt í ljós að skiptar skoðanir eru á uppbyggingu vega og annarri þjónustu á svæðinu. Niðurstöðurnar gefa til kynna mögulega átakapunkta sem mikilvægt er að taka tillit til á meðan á undirbúningi stendur. Fyrir utan verndun leggja þeir sem styðja stofnun þjóðgarðs mikla áherslu á að með þjóðgarði verði auðveldara að stýra uppbyggingu ferðaþjónustu á miðhálendinu, en andstæðingar þjóðgarðs hafa á hinn bóginn áhyggjur af minnkandi tækifærum almennings til útivistar á svæðinu, ásamt rekstrarkostnaði garðsins og miðstýringu. Núverandi notendur svæðisins eru andvígari þjóðgarði og uppbyggingu vega en þeir sem ekki nýta svæðið. Rannsóknin leggur áherslu á mikilvægi samráðs við alla hagsmunaaðila til að takast betur á við væntingar þeirra og tryggja breiðari sátt meðal notenda svæðisins um ókomna framtíð.