Skip to main content

Meistarafyrirlestur í jarðvísindum - Brian Charles Barr

Meistarafyrirlestur í jarðvísindum - Brian Charles Barr - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. júní 2020 11:00 til 11:30
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesturinn verður á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/3545254940?pwd=ZUxzWnBVRGNGKytJelpsZytNTEUrZz09

Meistaranemi: Brian Charles Barr

Heiti verkefnis: Reiknilíkan og sviðsmyndir af losun svifryks vegna umferðar á höfuðborgarsvæðinu

___________________________________________

Deild: Jarðvísindadeild

Leiðbeinendur: Þröstur Þorsteinson, prófessor í umhverfis og auðlindafræði við Háskóla Íslands og Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.

Einnig í meistaranefnd: Sigurður Erlingsson, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.

Prófdómari: Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur og verkefnastjóri á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar

Ágrip

Svifryksmengun veldur skertum loftgæðum á höfuðborgarsvæðinu og ógnar heilsu 230,000 íbúa svæðisins. Umferð er helsta orsök svifryksmengunar og þar á stærstan hlut svifryk sem myndast vegna annars en útblásturs; t.d. slit á vegum, bremsum og dekkjum. Notkun nagladekkja eykur verulega svifryksmengun, eins og vel er þekkt, en engu að síður hefur ekki verið rannsakað mikið samspil þeirra þátta sem stjórna myndun svifryks og dreifingu þess. Í þessari ritgerð eru áhrif svifryksmengunar vegna umferðar á loftgæði skoðuð með áherslu á samspil umferðar, vegaþjónustu og veðurs, sem hafa áhrif á myndun svifryks og dreifingu þess og settar fram mótvægisaðgerðir sem byggja á líkanreikningum um hvernig draga má sem mest úr svifryksmengun. Líkanið sem notað er heitir NORTRIP (Non-Exhaust Road Traffic Induced Particle emission) sem þróað hefur verið til að reikna myndun svifryks, uppsöfnun þess á vegyfirborði og afdrif þess, þar sem það getur skolast burt eða þyrlast upp (svifryk í andrúmslofti). Með því að nota líkanið fyrir aðstæður á höfuðborgarsvæðinu er ljóst að svifryk vegna umferðar er stærsti þáttur svifryksmengunar. Lang veigamesti þátturinn er myndun svifyrks vegna nagladekkjanotkunar, en einnig hefur tegund vegyfirborðs, umferðarmagn, umferðarhraði og vegþjónusta, eins og söltun og skolun, áhrif. Vegraki er mikilvægasta breytan varðandi myndun, eyðingu og uppþyrlun svifryks, og tengsl hans við loftraka og úrkomu bendir til þess að spá megi fyrir um svifrykstoppa. Margþættar skamm- og langtíma mótvægisaðgerðir til að draga úr svifryksmengun til að draga úr svifrykstoppum eru að setja skammtíma takmarkanir á fjölda bíla og lækka umferðarhraða ásamt því að bleyta götur þegar þurrt er og til langs tíma að draga verulega úr notkun nagladekkja ásamt því að draga úr umferðarmangi og hraða.