Skip to main content

Meistarafyrirlestur í jarðfræði - Ríkey Júlíusdóttir

Meistarafyrirlestur í jarðfræði - Ríkey Júlíusdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. júní 2019 11:00 til 12:30
Hvar 

Askja

Stofa 131

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Ríkey Júlíusdóttir

Heiti verkefnis: Myndun Ósmels í Hvalfirði

___________________________________________

Deild: Jarðvísindadeild

Leiðbeinendur: Hreggviður Norðdahl og Ólafur Ingólfsson

Prófdómari: Þorsteinn Sæmundsson 

Ágrip

Setlög Ósmels voru rannsökuð til að ákvarða um uppbyggingu þeirra. Alls voru átta snið rannsökuð með klassískri aðferðafræði í feltvinnu, þar sem byggingareinkennum einstakra laga er lýst nákvæmlega. Til hliðsjónar var notast við loftmyndir af svæðinu, ásamt hafsbotnskorti, aldursákvörðuðum skeljum og efnagreindri gjósku sem fannst í tveimur sniðum. Mikill breytileiki er á setmyndunum í melunum, bæði lóðrétt og lárétt. Alls eru borin kennsl á 5 seteiningar/setmyndunarumhverfi. Lægsta og yngsta seteiningin hvílir á jökulrákuðum berggrunni, þar sem rákirnar vísa í 240° (SV). Einingin samanstendur af eðjusteini og gáfu aldursgreindar skeljar til kynna að hún hafi myndast á Bølling.

Hér er ætlað að myndunin hafi hlaðist upp sem neðansjávarhluti óseyrar þar sem fínkornaðasta setið endurspeglar kaldara umhverfi og vaxandi jökla, en sendnara setið hefur sest til í kvíslóttu árkerfi á jökulaurum fyrir framan hopandi jökul. Rof skiptir Ósmelum í tvær myndanir, sú vestari er heillegri, en jökulá og jökull úr Miðdal hafa rofið efstu setlögin af eystri mynduninni á Yngri Dryas og skilið eftir sig jökulárset og bráðurð. Þessi jökull náði ekki til vestari myndunarinnar, en jökull úr Hvalfirði, sem var á svæðinu á svipuðum tíma rauf eystri öxl vestari myndunarinnar og skildi eftir sig jökulruðning og jökulrákaða steina sem gáfu vísbendingu um skriðstefnu jökulsins.