Skip to main content

Meistarafyrirlestur í jarðfræði- Alma Gytha Huntingdon -Williams

Meistarafyrirlestur í jarðfræði- Alma Gytha Huntingdon -Williams - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. júní 2018 11:00 til 12:30
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Alma Gytha Huntingdon -Williams
Heiti verkefnis: Heildarkornastærð og kornalögunar einkenni gjósku frá Öskju 1875, C lagi.
___________________________________________

Deild: Jarðvísindadeild 
Leiðbeinandi: Ármann Höskuldsson, vísindamaður
Einnig í meistaranefnd: Þorvaldur Þórðarson, prófessor og Maria Janebo, nýdoktor
Prófdómari:Sara Barsotti

Ágrip

Sprengigos sem hafa átt sér stað á síðastliðnum árum, t.d. gosið í Eyjafjallajökli 2010, hafa sýnt fram á þörfina fyrir betrumbættu gagnasafni eldgosa og einkennum þeirra, einkum hvað varðar heildarkornastærðar dreifingu. Heildarkornastærðar dreifing er notuð í ýmiss áháttulíkön hvað varðar eldfjallavá. Rhýolíska gosið í Öskju, 1875, er í hóp stærstu sprengigosum sem hafa átt sér stað á sögulegum tíma á Íslandi. Gosið samanstóð af þremur aðal fösum: subplínískur fasi B, pheatroplínískur fasi C og plíníski fasinn D. Í þessari rannsókn er verið að skoða C fasa, sem einkennist af fínum massa, sem ferðaðist alla leið til Skandinavíu. Hand sigtun var notuð til að finna kornastærðar dreifingu sýnanna þar sem sigtað var frá -6.0 til 4.0 ϕ (64 mm til 63 µm). Tvær aðferðir voru síðan notaðar til að greina fínni kornastærðirnar. Í fyrsta lagi var MassSizer notaður í greingu korna fínni en 0.5 mm (1ϕ) og í örðu lagi var notast við SedigraphIII þar sem kornastærðir fínni en 125 µm (3 ϕ) voru greindar. Heildarkornastærðar dreifingin var fengin með því að nota Voronoi Tessellation aðferðina. Heildarkornastærðar dreifingin sýndi eintoppa dreifingu við 3.5 ϕ (88 µm), meðalkornastærð 3.6 ϕ (80 µm) og aðgreiningu 2.4. Rannsóknir með rafeindasmásjá (SEM) á kornastærðum 1.0 og 3.0 ϕ (0.5 mm og 125 µm) sýndu fram á að tæting kvikurnar (e. Fragmentation) væri í ‘‘ductile mode‘‘, með ílöng og svampsleg gjóskukorn ríkjandi í öllum sýnunum.

Alma Gytha Huntingdon -Williams

Meistarafyrirlestur í jarðfræði- Alma Gytha Huntingdon -Williams