Skip to main content

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði - Rebekka Katrín Arnþórsdóttir

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði - Rebekka Katrín Arnþórsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. júní 2020 16:00 til 18:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesturinn verður á Zoom:  https://eu01web.zoom.us/j/63640711928

Meistaranemi: Rebekka Katrín Arnþórsdóttir

Heiti verkefnis:  Val á þjónustuaðilum í aðfangakeðju BYKO

___________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Leiðbeinandi: Gunnar Stefánsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Einnig í meistaranefnd: Kristján M. Ólafsson

Prófdómari: Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdarstjóri vörudreifingar hjá ÁTVR

Ágrip

Markmið verkefnisins er að meta hvort breytingar á aðfangakeðju BYKO muni leiða til sparnaðar í vöruhúsa- og flutningastarfsemi fyrirtækisins. BYKO er byggingarvöruverslun sem úthýsir miklum hluta innflutningsstarfsemi sinnar til þriðja aðila. Lagt er upp með breytingar sem snúast um að endurmeta samstarfsaðila BYKO með tilliti til vöruhúsa- og flutningastarfsemi. Aðfangakeðja BYKO verður teiknuð upp samkvæmt BPMN aðferðafræðinni. Greining á vöruhúsa- og flutningastarfsemi BYKO verður gerð og grundvöllur til þess að hefja samstarf við nýja samstarfsfélaga metinn. Til þess að framkvæma vöruhúsagreiningu þarf að gera greiningu á sjóflutningum með tilliti til flutningstíma. Gögnum um verkefnið verður safnað í gegnum óformleg viðtöl, vinnustofur, söguleg gögn og skjöl frá BYKO. Niðurstöður verkefnisins gefa til kynna að umræddar breytingar muni leiða til sparnaðar í aðfangakeðju BYKO. Breytingar á samstarfsaðilum og aðfangakeðju BYKO geta haft ýmsar afleiðingar í för með sér, svo sem aukið flækjustig í birgðastýringu og innkaupum. Þrátt fyrir jákvæðar niðurstöður verkefnisins, er ákvörðun um breytingar á samstarfsaðilum margþætt og ber að skoða vandlega.