Skip to main content

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði -Rakel Dís Ingólfsdóttir

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði -Rakel Dís Ingólfsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. maí 2019 13:00 til 15:00
Hvar 

VR-II

Stofa 157

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Rakel Dís Ingólfsdóttir

Heiti verkefnis: Tækifæri í endurvinnslu raf- og rafeindatækja á Íslandi með kvikri kefisnálgun

___________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Leiðbeinendur: Harald Ulrik Sverdrup, prófessor og Anna Hulda Ólafsdóttir, lektor, bæði við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Prófdómari: Helgi Þór Ingason, prófessor við Háskólann í Reykjavík

Ágrip

Ritgerð þessi skoðar möguleika fólgna í að endurvinna raf- og rafeindatækjaúrgang á Íslandi. Tilgangurinn er að ákvarða hvort að slík endurvinnsla sé fjárhagslega raunhæf og að finna inngrip sem auka líkur á fjárhagslegri velgengni. Framkvæmd var kerfisgreining til þess að finna lykilbreytur í hugmyndafræðilegu líkani sem fylgir raf- og rafeindatækjum frá innflutningi, gegnum líftíma og að lokum í söfnun þaðan sem úrgangurinn færi í gegnum endurvinnsluferil. Út frá hugmyndafræðilegu líkani er byggt stærðfræðilíkan sem er hermt í STELLA Architect® hugbúnaði til þess að vigta kvik áhrif og inngrip. Líkanið spáir fyrir um söfnun raf- og rafeindatækja og mögulegan kostnað og tekjur sem skapast við endurvinnslu. Fjögur inngrip eru hermd: Grunnlínu hermun þar sem einungis er hermt flæði gegnum samfélag og endurvinnsla, inngrip þar sem greitt er fyrir skil á raf- og rafeindatækjaúrgangi, inngrip þar sem raf- og rafeindatækjaúrgangur er fluttur inn frá Noregi og að lokum inngrip þar sem ríkið leggur til fjármagn. Niðurstöður hermunar eru jákvæðar og sýna að það gæti verið tækifæri fólgið í því að endurvinna raf- og rafeindatækjaúrgang á Íslandi. Inngrip sem hermd voru gáfu betri niðurstöður og minnkuðu áhrif breytileika í kostnaði og tekjum. Megin framlag þessarar ritgerðar er kerfisleg nálgun til þess að skoða tækifæri fólgin í endurvinnslu raf- og rafeindatækja á Íslandi og til aðstoðar við ákvarðanatöku.