Skip to main content

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði-Hlynur Guðnason

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði-Hlynur Guðnason - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. september 2018 15:00 til 17:00
Hvar 

VR-II

Stofa 157

Nánar 
Allir velkomnir

Meistaranemi: Hlynur Guðnason

Heiti verkefnis: Greining hráefnis ísfisktogara með tilliti til vinnslueiginleika

 __________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Leiðbeinendur: Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands og Sigurjón Arason, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og yfirverkfræðingur hjá Matís.

Prófdómari: Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri hjá Vínbúðinni

Ágrip

Markmið þessa verkefnis er að greina hráefni ísfisktogara sem koma með ofurkælt hráefni í land annarsvegar og hinsvegar ísfisktogara sem koma með hefðbundið hráefni í land geymt á ís og greina hvaða áhrif þessar tvær aðferðir hafa á vinnslueiginleika hráefnis, greina hvort aldur hráefnis hefur áhrif á flakanýtingu og gallatíðni og hvernig hámarka megi verðmæti þess afla sem kemur á land.

Verkefnið er tvískipt, í fyrri hluta verkefnisins var framkvæmd rannsókn á áhrifum kælingar þorsks á flakanýtingu og afurðaskiptingu í vinnslu HB Granda á Vopnafirði. Í öðrum hluta er síðan framkvæmd tölfræðileg greining á gögnum frá vinnslu HB Granda í Reykjavík til þess að svara því um hvernig hámarka megi nýtingu og gæði og lágmarka galla þess afla sem kemur á land.

Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að gerð kælingar virðist ekki hafa marktæk áhrif á flakanýtingu karfa og ufsa þar sem hún er að mestu háð þyngd og holdafari fisks. Sömuleiðis virðist gerð kælingar ekki hafa marktæk áhrif á gallahlutfall en gallahlutfall virðist einkum vera háð þyngd hráefnis og ástandi véla. Marktækur munur er á hlutfalli karfaflaka með rauða stirtlu milli skipa sem og einnig flakanýtingu ufsa eftir aldri hráefnis þegar hann er unnin og má því hámarka nýtingu með því að vinna fiskinn á þeim aldri ef sá möguleiki sé fyrir hendi.

Hlynur Guðnason

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði - Hlynur Guðnason