Skip to main content

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði - Emma Rún Antonsdóttir

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði - Emma Rún Antonsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. maí 2020 14:00 til 15:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt: https://us02web.zoom.us/j/84665073187?pwd=Q01vOCtOTmRGeXliWXE2ckdHelNZdz09

Meistaranemi: Emma Rún Antonsdóttir

Heiti verkefnis: Stakskömmtun lyfja fyrir lokað lyfjaferli á Landspítala. Samanburður á valkostum

 ___________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Leiðbeinendur: Rögnvaldur J. Sæmundsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Einnig í meistaranefnd: Guðmundur Valur Oddsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

 Prófdómari: Þórdís Anna Oddsdóttir, verkefnastjóri hjá Kviku banka. 

Ágrip

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að bera saman valkosti við stakskömmtun lyfja með strikamerki í töflu- og hylkjaformi. Markmið með ritgerðinni er að niðurstöður hennar gagnist Landspítala við mat á hagkvæmni mismunandi valkosta við stakskömmtun lyfja. Stakskömmtun lyfja er undirstaða þess að hægt sé að innleiða lokað lyfjaferli á Landspítala. Með lokuðu lyfjaferli er verið að auka öryggi sjúklings og fækka lyfjaatvikum með því að tryggja að rétt lyf sé gefið réttum sjúklingi, á réttum tíma, í réttum styrkleika/skammti, með réttri gjafaleið og rétta skráningu. Þrír valkostir eru í boði fyrir Landspítala við að útvega sér stakskömmtuð lyf. Það er að framleiða stakskömmtuð lyf sjálf, fá þau stakskömmtuð beint frá lyfjaframleiðanda eða útvista til þriðja aðila. Í ritgerðinni er gerð kostnaðargreining á þeim valkostum sem eru í boði. Út frá því er greint hvaða valkostur er hagkvæmastur. Það eru ýmsir óvissuþættir og takmarkanir við sérhvern valkost sem þarf að taka tillit til og því er gert áhættumat til að stuðla að betri ákvarðanatöku. Alls eru 9 sviðsmyndir settar upp og kostnaðargreining gerð fyrir sérhverja sviðsmynd. Niðurstöður þessarar ritgerðar benda til þess að það sé hagkvæmast fyrir Landspítala að fara blandaða leið. Kaupa beint frá lyfjaframleiðanda þau lyf sem þeir selja stakskömmtuð og útvista til þriðja aðila stakskömmtun á þeim lyfjum sem ekki fást frá lyfjaframleiðendum. Áhættumatið sýnir að mesta áhættan felst í að útvista stakskömmtun lyfja til þriðja aðila og næst mesta áhættan þegar lyf eru stakskömmtuð á Landspítala. Töluvert minni áhætta felst í að fá lyf stakskömmtuð beint frá lyfjaframleiðanda og styður það við niðurstöður sem fengust úr kostnaðargreiningunni.