Skip to main content

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði - Berglind Svana Blomsterberg

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði - Berglind Svana Blomsterberg - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. júní 2020 11:00 til 12:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesturinn fer fram á zoom: https://eu01web.zoom.us/j/64084302017

Meistaranemi: Berglind Svana Blomsterberg

Heiti verkefnis: Innleiðing á umbúðalausum þurrmat í lágvöruverslun með aðferðum þjónustuhönnunar

___________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Leiðbeinandi: Gunnar Stefánsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Einnig í meistaranefnd: Rögnvaldur J. Sæmundsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Prófdómari: Marina Candi, forstöðumaður doktorsnáms í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík

Ágrip

Aukin vitundavakning á sorpvandamáli heimsins hefur opnað fyrir nýjan markað þar sem boðið er upp á umbúðalausar vörur. Hingað til hefur ekki verið mikil trú á að slík þjónusta þrífist í lágvöruverslunum á Íslandi. Þetta verkefni var unnið í samvinnu við Krónuna en hún er lágvöruverslun sem vill vera leiðandi í umhverfismálum. Markmið verkefnisins var að nota aðferðir þjónustuhönnunar til að hanna flæðirit yfir sölu á umbúðalausum þurrmat í lágvöruverslun og bera saman markaðslausnir. Gerð var eigindleg rannsókn í formi viðtala.
Innsýn og niðurstöður voru bornar fram á myndrænan hátt að hætti þjónustuhönnunar. Markaðslausn var valin út frá niðurstöðum rannsóknarinnar ásamt því að þjónustuflæðirit sem tekur tillit til upplifana viðskiptavina og hámarksnýtingu aðfanga var teiknað. Höfundur verkefnisins telur að aðferðin henti verkefninu vel og að góðar líkur séu á því að slík þjónusta þrífist í lágvöruverslun sem hluti af langtímasjónarmiði.