Skip to main content

Meistarafyrirlestur í hugbúnaðarverkfræði - Hilmar Ævar Hilmarsson

Meistarafyrirlestur í hugbúnaðarverkfræði - Hilmar Ævar Hilmarsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. janúar 2019 13:00 til 15:00
Hvar 

Tæknigarður

Stofa 227

Nánar 
Fer fram á ensku
Allir velkomni

Meistaranemi: Hilmar Ævar Hilmarsson

Heiti verkefnis: Líkindamat á fallhættu framhaldsskólanema með vélarnámsaðferðum

___________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild 

Leiðbeinendur: Ernir Erlingsson og Helmut Neukirchen, prófessor við Háskóla Íslands

Prófdómari: Bjarni Vilhjálmur Halldórsson, dósent við Háskólann í Reykjavík

 

Ágrip

Rannsóknir hafa sýnt fram á að mikið svigrúm er til staðar til að bæta úr brottfalli nemenda úr framhaldsskólum á Íslandi. Inna er stjórnunar- og námskerfi sem notað er af öllum framhaldsskólum á Íslandi á einn veg eða annan. Kerfið var stofnað árið 2001 eftir beiðni frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og hefur kerfið að geyma langa stafræna sögu um viðveru og frammistöðu nemenda í námi. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta hvort hægt sé að þjálfa reiknigreindarlíkan sem getur spáð fyrir um það hvort nemendur í framhaldsskólum á Íslandi eru í hættu á að detta úr námi. Í rannsókninni eru eiginleikar sem eru til staðar varðandi nemendur í Innu kannaðir. Metin er geta 13 reiknigreindaraðferða til að spá fyrir brottfalli nemenda úr námi. Líkönin eru þjálfuð með 28 eiginleikum frá 53 674 skráningum nemenda sem hafa verið skráðir í stúdentspróf árin 2003-2018. Komist er að þeirri niðurstöðu að Gradient Boosting líkan hentar best til þess að spá fyrir brottfalli í verkefni þessu og gerir það áreiðanlega með 84% nákvæmni. Random Forest og AdaBoost fylgja fast á hæla þess. Viðmót sem skólastjórnendur geta notað til þess að sjá brottfallsspá fyrir núverandi nemendur skráða í stúdentspróf í skóla þeirra er kynnt til sögunnar.