Skip to main content

Meistarafyrirlestur í hugbúnaðarverkfræði - Elvar Helgason

Meistarafyrirlestur í hugbúnaðarverkfræði - Elvar Helgason - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. júní 2020 11:00 til 11:45
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt: https://zoom.us/s/62812944531

Meistaranemi: Elvar Helgason

Heiti verkefnis: Hugbúnaðarverkfræðivinnuvenjur á snemmstigum íslenskra hugbúnaðarsprota

___________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Leiðbeinendur: Helmut Neukirchen og Matthias Book, báðir prófessorar við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Prófdómari: Mohammad Hamdaqa, lektor við Háskólann í Reykjavík

Ágrip

Því fylgir alltaf áhætta að stofna sprotafyrirtæki. Meirihluti sprotafyrirtækja leggjast af á fyrstu fimm árunum. Heimasmíðaðar vinnuvenjur gera hugbúnaðarsprotum kleyft að aðlagast fljótt nýjum aðstæðum og styðja við afkastagetuna sem sprotar þurfa að búa að til að ná árangri. Illa skilgreindar vinnuvenjur geta aftur á móti einnig leitt til uppsöfnunar á tæknilegri skuld og eru þáttur í þessu lága árangurshlutfalli. Til eru vinnuaðferðir sem hafa sannað sig fyrir meðstór og stærri hugbúnaðarfyrirtæki, en skortur er á rannsóknum á árángursríkum vinnuaðferðum fyrir mjög lítil hugbúnaðarfyritæki, og þá sérstaklega hugbúnaðarsprotafyrirtæki.

Rannsóknarsvið hugbúnaðarverkfræði hjá og fyrir hugbúnaðarsprota er frekar ungt svið og mikilvægt fyrsta skref er að greina hvernig vinna er raunverulega unnin hjá hugbúnaðarsprotum sem viðmiðunarpunkt fyrir frekari rannsóknir.

Þessi rannsókn byggir á aðferðafræði eldri rannsóknar á hugbúnaðarþróunarferlum hjá sprotum og mjög smáum fyrirtækjum eftir Mary-Luz Sánchez-Gordón og Rory V.  O'Connor. Við tökum viðtöl við stofnendur íslenskra hugbúnaðarsprota og greinum vinnuvenjur sem voru í notkun við þróun frumgerðar að kjarnavöru sprotans skv. grundaðri kenningu (e. grounded theory) greiningaraðferðafræði.

Við ályktum að vinnuaðferðir við hugbúnaðarþróun séu mismunandi milli hugbúnaðarsprota, sem fellur að líkani Coleman og O'Connor um aðlögun hugbúnaðarsprota á hugbúnaðarferlum (e. process tailoring). Við greindum sjö vinnuvenjur og ræddum þær frekar í samhengi við aðrar nýlegar og sambærilegar rannsóknir. Vinnuvenjurnar, auk umræðunnar, ættu að styðja þetta nýja rannsóknarsvið við að mynda viðmiðunarpunkt. Enn frekar gætu vinnuvenjurnar verið árangursgreindar og þá nýttar sem samanburður fyrir frekari rannsóknir í verkfræði hjá hugbúnaðarsprotum.