Skip to main content

Meistarafyrirlestur í hagnýttri tölfræði - Jóhann Páll Hreinsson

Meistarafyrirlestur í hagnýttri tölfræði - Jóhann Páll Hreinsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. maí 2018 15:00 til 16:30
Hvar 

VR-II

156

Nánar 
Verður haldinn á íslensku
Allir velkomnir

Meistaranemi: Jóhann Páll Hreinsson

Heiti verkefnis: Samanburður spágetu lógistískrar aðhvarfsgreiningar og stigulmögnunar fyrir útkomu eftir blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar

___________________________________________

Deild: Raunvísindadeild 

Leiðbeinendur: Einar Stefán Björnsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og Sigrún Helga Lund, dósent á Miðstöð í lýðheilsuvísindum.

Prófdómari: Garðar Sveinbjörnsson, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Ágrip

Inngangur: Skortur er á spálíkönum sem spá fyrir um hvaða sjúklingar með blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar munu ekki þurfa meðferð á spítala.

Markmið: Að þróa slíkt spálíkan með lógistískri aðhvarfsgreiningu og stigulmögnun, einnig að bera saman þessar tvær tölfræðiaðferðir.

Aðferðir: Aftursýn, þýðisbundin rannsókn sem tók til þeirra sem komu á bráðamóttöku vegna blæðingar frá neðri hluta meltingarvegar 2010-2013. Meðferð á spítala var skilgreind sem blóðgjöf, meðferð með speglunartæki, stíflun á slagæð eða skurðaðgerð. Þýði var skipt upp í þjálfunargögn (70%) og prófgögn (30%). Þjálfunargögnin voru notuð til þess að þjálfa líkönin, prófgögnin til þess að gilda líkönin og kanna mátgæði þeirra. 
Niðurstöður: Í heildina voru 581 sjúklingur sem kom á bráðamóttöku í 625 skipti vegna blæðingar, meðalaldur 61 ár (±22), karlar 49%. Af sjúklingum í þjálfunargögnum voru 72% sem þurftu ekki á meðferð á spítala að halda. Marktækir spáþættir lógistískrar aðhvarfsgreiningar voru slagbilsþrýstingur ≥100mmHg (líkindahlutfall [LH] 4,9; 95% öryggisbil [ÖB] 1,2-21), blóðrauði >120g/L (LH 103; 95%ÖB 42-385), blóðrauði 105-120g/L (LH 19; 95%ÖB 7.4-53), engin blóðflöguhamlandi lyf (LH 3,7; 95%ÖB 2,0-7,1), engin blóðþynningarlyf (LH 2,2; 95%ÖB 0,96-5,1), púls ≤100 (LH 2,9; 95%ÖB 1,3-6,7), og engin blæðing á bráðamóttöku (LH 3,8; 95%ÖB 2,0-7,3). Mikilvægustu breytur stigulmögnunar voru blóðrauði, slagbilsþrýstingur, púls og blæðing á bráðamóttöku. Gilding líkana á prófgögnum: Neikvætt forspágildi 96% (95%ÖB 91-99%) fyrir lógistíska aðhvarfsgreiningu og flatarmál undir ferli 0,83, sömu gildi fyrir stigulmögnun voru 97% (92-99%) og 0,82. 

Ályktun: Við höfum hannað nýtt spálíkan fyrir sjúklinga með blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar, spágeta lógistískrar aðhvarfsgreiningar og stigulmögnunar var svipuð. 

Jóhann Páll Hreinsson

Meistarafyrirlestur í Hagnýttri tölfræði - Jóhann Páll Hreinsson