Skip to main content

Meistarafyrirlestur í ferðamálafræði -Yingying Xing

Meistarafyrirlestur í ferðamálafræði -Yingying Xing - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. maí 2020 13:00 til 14:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt á slóðinni: https://eu01web.zoom.us/j/69941724180?pwd=a3FTUDlFblhzZ04zWnJXU0U5NHIxZz09

Meistaranemi: Yingying Xing

Heiti verkefnis: Kínverskir ferðamenn á Íslandi: Hvatar og ánægja

___________________________________________

Deild: Líf- og umhverfisvísindadeild

Leiðbeinandi: Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor við  Líf- og umhverfisvísindadeild

Aðrir í meistaranefnd: Edda Ruth Hlín Waage, lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild

Prófdómari: Þorleifur Þór Jónsson, sérfræðingur hjá Íslandsstofu

Ágrip

Ferðamennska hefur vaxið mjög á heimsvísu og kemur stór hluti alþjóðlegra ferðamanna frá Kína. Kínverjar ferðast til útlanda í auknum mæli á eigin vegum í stað hópferða. Á undanförnum árum hefur Ísland notið mikilla vinsælda meðal kínverskra ferðamanna. Rannsóknir hafa þó sýnt að ánægja þeirra er minni en annarra þjóða sem koma til Íslands. Ritgerð þessi fjallar um rannsókn sem var gerð meðal kínverskra ferðamanna á Íslandi. Markmið hennar var að varpa ljósi á þá hvata sem liggja að baki ferðalaga þeirra og hvað mótaði ánægju þeirra. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við 17 kínverska ferðamenn sem ferðuðust um Ísland á eigin vegum. Niðurstöðurnar sýna að hvatarnir eru margvíslegir og má skipa þeim í fjóra megin flokka: flótti frá daglegu umhverfi og leit að nýjungum, íslensk náttúra, íslensk menning og öryggi á áfangastaðnum. Allir fjórir hvatarnir höfðu áhrif á ákvarðanatöku viðmælenda að ferðast til Íslands. Hvatarnir mótuðu einnig ferðaupplifun þeirra, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Auk þess höfðu persónulegur smekkur og fyrri ferðareynsla áhrif á hvað ferðamennirnir voru ánægðir með og hvað ekki. Saman mótuðu þessir þættir ánægju þeirra. Jafnvel þó að viðmælendur hefðu orðið fyrir neikvæðri reynslu, voru þeir almennt mjög ánægðir með ferð sína um landið.