Skip to main content

Meistarafyrirlestur í ferðamálafræði - Max Ortega

Meistarafyrirlestur í ferðamálafræði - Max Ortega - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. maí 2020 15:00 til 15:45
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesturinn verður á Zoom: 
https://eu01web.zoom.us/j/63633891451?pwd=RXBUa25RRUp3SWxMY3UwNTVMeWlYUT09

Meistaranemi: Max Ortega

Heiti verkefnis: Öryggisstefna á hálendi og jöklum Íslands

___________________________________________

Deild: Líf- og umhverfisvísindadeild

Leiðbeinendur: Ian Stuart Jenkins, dósent og Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild

Prófdómari: Karen Davies, dósent við Cardiff Metropolitan University

Ágrip

Þessi greinargerð og myndbandið sem hún tengist fjallar um öryggisstefnu ferðaþjónustu á hálendi Íslands og á jöklum. Ferðaþjónusta á Íslandi hefur aukist undanfarin ár. Ævintýraferðamennska er hluti af ferðaþjónustunni sem gestum er boðið upp á hér á landi og þar á meðal eru ferðir um hálendið og á jöklum. Ævintýraferðamennska fer stöðugt vaxandi á alþjóðlegum vettvangi og Ísland er engin undantekning (Allied Market Research, 2018). Þess vegna er skipulagning ferða mikilvæg og hluti af þessari skipulagningu er að hafa öryggisstefnu fyrir ferðirnar (Andriotis, 2001). Öryggi er líklega mikilvægasti þátturinn í ævintýraferðum á hálendi og jökla. Þess vegna gegna öryggisferlar mikilvægu hlutverki í þróun ferða. Rannsóknin byggir á etnógrafískum aðferðum, viðtölum og þátttökuathugun.