Meistarafyrirlestur í ferðamálafræði: „Ingólfur Arnarson borðaði hreint skyr”: Gönguferðir með leiðsögn um miðborg Reykjavíkur | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistarafyrirlestur í ferðamálafræði: „Ingólfur Arnarson borðaði hreint skyr”: Gönguferðir með leiðsögn um miðborg Reykjavíkur

Hvenær 
18. september 2017 15:00 til 16:30
Hvar 

Askja

N-130

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mánudaginn 18.september heldur Stefanía Haraldsdóttir fyrirlestur um meistararitgerð sína í ferðamálafræði.

Ritgerðin ber heitið: „Ingólfur Arnarson borðaði hreint skyr”: Gönguferðir með leiðsögn um miðborg Reykjavíkur

Í ferðaþjónustu hafa gönguferðir með leiðsögn verið stór hluti afferðamennsku og hafa verið vaxandi hluti af upplifun ferðamanna íborgarumhverfinu.  Þar gegnir fararstjóri stóru hlutverki í að ferðinheppnist og að ferðamaðurinn verði ánægður. Rými staðar ermismunandi eftir því hvernig fólk aðgreinir það, sem hefur svo áhrifá það hvernig við notum umhverfið og upplifum það. Við leitumst viðað skoða þau rými sem sjást með berum augum en svo er líka hægt aðkafa undir yfirborðið staðarins og fara um  andlegt rými hans. Þaðleiðir síðan til þess að skoða hvernig ferðamaðurinn að lokum iðkaráfangastaðinn með fararstjóranum. Í þessari rannsókn er skoðaðhvernig mismunandi rými eru notuð, í gegnum mismunandi iðkun og hreyfinguferðamanna í gönguferð með leiðsögn í Reykjavíkurborg. Ígönguferðinni eru ólík rými tengd, sem að fanga athygli göngumannsins,bílaumferð, lykt, byggingar, fólk og náttúrna hverju sinni. Við þessartengingar, sem eru ólíkar, og við myndum í göngunni, leitumst við aðskilja og setja hlutina í samhengi og fá nýja sýn á áfangastaðinn. Íþessari rannsókn var litið til sérstakrar aðferðar ívettvangsrannsóknum sem höfðar til raunsæis á vettvangi (e. real worldresearch), þátttökurannsókn. Aðferð til gagnaöflunar var að takahljóðupptöku alla gönguferðina frá byrjun og til enda. Hljóðupptakanvar síðan skrifuð upp/afrituð fljótlega eftir gönguna. Niðurstöðurdraga fram að gönguferð með leiðsögn um miðborg Reykjavíkur ertilvalin aðferð til að varðveita og segja sögu borgarinnar. Ekki leikurneinn vafi á því margir möguleikar liggja í því að hægt er að vekjaupp söguna og gera hana lifandi með góðri leiðsögn fararstjóra, semhjálpar ferðamanninum að upplifa og sjá það sem er falið í sögurýmiborgarinnar.

Netspjall