Meistarafyrirlestur í efnafræði - Reynir Kristjánsson | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistarafyrirlestur í efnafræði - Reynir Kristjánsson

Hvenær 
25. maí 2020 15:00 til 15:40
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt: https://us02web.zoom.us/j/83530072194?pwd=K1Y0QmFpY3BKbURwUXl1L2VTSndVQT09

Meistaranemi: Reynir Kristjánsson

Heiti verkefnis: Áhrif fjölda vídda á örvaða reikninga á klassískum tímaferlum atóma

___________________________________________

Deild: Raunvísindadeild

Leiðbeinandi: Hannes Jónsson, prófessor við Raunvísindadeild

Einnig í meistaranefnd: Vilhjálmur Ásgeirsson

Prófdómari: Gísli Hólmar Jóhannesson, sviðsstjóri stærðfræði og raunvísinda hjá Keili - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs

Ágrip

Útreikningar sem byggja á klassískri eðlisfræði og eru notaðir til að herma hreyfingar sameinda kallast á ensku „molecular dynamics“, skammstafað MD. Þessir útreikningar taka langan tíma og krefjast mikillar afkastagetu á nútíma tölvum ef þeir eru notaðir til að herma sjaldgæfa atburði. Ein aðferð til að gera það mögulegt að herma langan tíma kerfis án þess að það taki allt of langan rauntíma er ofur-MD aðferðin þar sem kerfinu, sem er til skoðunar, er gefin viðbótar stöðuorka. Gæta þarf að viðbótar orkan myndi ekki nýja söðulpunkta eða breyti orkunni í þeim söðulpunktum sem fyrir eru. Aukningin sem fæst á tímalengd kerfisins, með ofur-MD aðferðinni, er mæld með lyftiþætti sem er tími kerfis deilt með svo kölluðum MD tíma sem er tímalengd á skrefi í útreikningum sinnum fjöldi skrefa. Hærri viðbótarorka gefur hærri lyftiþátt en á hinn bóginn þá lækkar lyftiþátturinn með fjölda frelsisgráða. Í þessari rannsókn var notast við MD útreikninga og kjörsveifilsnálgun á virkjunarástands- kenningunni til að kanna sambandið á milli lyftiþáttarins og fjölda frelsisgráða. Niðurstöður sína að lyftiþátturinn lækkar talsvert með fjölda frelsisgráða og að það megi skilja út frá því að stuðullinn fyrir framan vísisfallið í hraða-jöfnu Arrheniusar minnkar. Þessi stuðull tengist muninum á óreiðu upphafsástandsins og virkjunarástandsins og hann lækkar vegna þess að óreiða upphafsástandsins eykst miðað við óreiðu virkjunarástandsins.