Meistarafyrirlestur í efnafræði - Daníel Arnar Tómasson | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistarafyrirlestur í efnafræði - Daníel Arnar Tómasson

Hvenær 
24. janúar 2020 12:30 til 13:30
Hvar 

VR-II

Stofa 157

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Daníel Arnar Tómasson

Heiti verkefnis: Rannsókn á hlutverki þvagefnis og hydrazone eininga í myndun þversameindagela

___________________________________________

Deild: Raunvísindadeild

Leiðbeinandi: Krishna Kumar Damodaran, prófessor við Raunvísindadeild

Einnig í meistaranefnd: Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, lektor við Raunvísindadeild

Prófdómari: Stefán Jónsson, hópstjóri hjá Alvotech Iceland

Ágrip

Þversameindagel (e. supramolecular gel) byggð á lág-massa sameindagelum (LMWGs) eru áhugaverður undirflokkur mjúkefna (e. soft materials), m.a. vegna stillanlegra eiginleika þeirra, sem eru upp komnir vegna rýmislegrar uppsetningar og eiginleika ósamgilra millisameinda tenginga bygginareininga gelsins (vetnistengja). Í þessari lokaritgerð munum við skoða áhrif vetnisbindandi eininga eins og þvagefnis (e. urea), hydrazone og semicarbazones í myndun þversameindagela. Ritgerðinni er skipt upp í tvo hluta, í þeim fyrri höfum við rannsakað gelmyndunareiginleika handhverfs efnis byggðu á phenylalanine methyl ester tengdu tví-þvagefnis (e. bis-urea) líkani. Fjölþáttagel var útbúið með mól-jafnri blöndu handhverfanna (R og S) og sýndi það aukinn varmafræðilegan og mekanískan stöðuleika samanborðið við handhverfu hreinu og handhverfu blönduðu (e. racemate) gelin. Greining á formgerð (e. morphology) gelþráðanna með SEM og AFM sýndi snúna borða formgerð (e. twisted tape morphology) fyrir fjölþáttagelið vegna tilvistar handhverfu-hreinna og -blöndu í gelþráðunum, sem gefur til kynna bæði sjálf-sortun (e. self-sorting) og sértæk samsöfnun byggingareingina (e. co-assembly) eigi sér stað í myndun fjölþáttagelsins. Í seinni hlutanum skoðum við áhrif hydrazone og semicarbazone eininga í stillingu (e. tuning) gelmyndunareiginleika. Þetta var gert með því að umvenda ósamgildum millisameinda tengingum efnisins með því að breyta hydrazone í semicarbazone með viðbót N-H hóps í byggingareininguna. Þessi breyting skilaði auknum gelmyndunareiginleikum og breytingu geltrefja (e. gel fiber) úr kristallegri (e. crystalline) í þráða (e. fibril/fibrous) formgerð. Aukinn varmafræðilegur og mekanískur stöðuleiki tempraða gelsins sýnir á skýran máta að hægt er að stilla gelmyndunareiginleika með breytingu á ósamgildum millisameinda tengingum.