Meistaradagur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands | Háskóli Íslands Skip to main content

Meistaradagur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands

Hvenær 
28. maí 2019 13:00 til 18:00
Hvar 

Askja

Nánar 
Allir velkomnir

Yfirskrift meistaradagsins í ár er “Neyðarástand í loftslagsmálum - Hvað getum við gert?”.

Nú þegar þjóðir heims eru að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, þá veltum við því fyrir okkur hvernig íslenskt verkfræðisamfélag geti stuðlað að farsælli aðlögun og mildun áhrifa.

Flutt verða erindi sem taka á innviðauppbyggingu, iðnaðar- og orkuframleiðslu frá sjónarhorni Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands og starfandi verkfræðinga í atvinnulífinu. 

Einnig fara fram varnir og kynningar á meistaraverkefnum nemenda í verkfræði- og tölvunarfræði við Háskóla Íslands.

Dagskrá

13:00   Setning Meistaradags Verkfræðistofnunar
Ásdís Helgadóttir, lektor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands

13:05   Sjálfbær umhverfis- og byggingarverkfræði
Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands

13:20   Heildræn sýn á sjálfbærri framleiðslu
Jón Garðar Steingrímsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Genís á Siglufirði

13:40   Loftslagsmál eru orkumál
Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun

14:00   Meistarafyrirlestrar og veggspjaldakynningar

17:00   Léttar veitingar og verðlaunaafhending fyrir besta veggspjald

Viðburður á facebook

Meistaradagur Verkfræðistofnunar

Meistaradagur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands