Skip to main content

Maura Hiney: fyrirlestur og vinnustofa um vísindasiðferði

Maura Hiney: fyrirlestur og vinnustofa um vísindasiðferði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. júní 2018 10:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

Litla Torg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Maura Hiney heldur fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands um vísindasiðferði og heilindi í vísindum þriðjudaginn 5. júní nk. kl. 10.00-13.00 á Litla torgi. Yfirskrift erindisins er „Research integrity: What it means, why it is important and how we might protect it”.

Fyrirlesturinn er þverfræðilegur og að honum loknum stýrir Maura vinnustofu um sama efni. Á vinnustofunni verður þátttakendum skipt í hópa sem kryfja þekkt viðfangsefni sem fjallað er um í fyrirlestrinum, s.s. um höfundarétt, ábyrgð höfunda á vísindagreinum, áskoranir tengdar þverfræðilegu samstarfi þar sem unnið er með viðkvæmar upplýsingar, hæfi og valdatengsl, t.d. á milli doktorsnema og leiðbeinenda og hvernig beri að fyrirbyggja og bregðast við dæmum um óheilindi í rannsóknum, svo nokkuð sé nefnt.

Sætafjöldi er takmarkaður og því eru áhugasamir beðnir um að skrá sig á viðburðinn.

Dr. Maura Hiney er yfirmaður deildar sem sér um rekstur og þróun rannsóknaverkefna á sviði heilsu hjá Rannsóknarráði Írlands. Hún hefur sérhæft sig í málefnum sem lúta að heilindum og ráðvendni (integrity) í vísindum og hefur haldið fjölda fyrirlestra og vinnustofur um málið um árabil.

Dagskrá:

10.00-10.10         Opnunarávarp Jóns Atla Benediktssonar rektors

10.10-11.00          Umfjöllun um heilindi í vísindum

11.00-11.20          Kafffihlé

11.20-11.50          Raundæmi (e. Case Study)

11.50-12.00           Stutt hlé

12.00-12.30           Að þróa stefnu um heilindi í vísindum

12.30-13.00           Vinnustofa

Dr. Maura Hiney heldur fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands um vísindasiðferði og heilindi í vísindum þriðjudaginn 5. júní nk. kl. 10.00-13.00 á Litla torgi.

Maura Hiney: fyrirlestur og vinnustofa um vísindasiðferð'i