Skip to main content

Masterclass í verðmætasköpun vísinda

Masterclass í verðmætasköpun vísinda - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. ágúst 2019 9:00 til 17. ágúst 2019 17:00
Hvar 

Sjávarklasanum, Grandagarði 16

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Taktu þátt í okkar þriggja daga Masterclass með frumkvöðlum, viðskiptaþróunaraðilum, ráðgjöfum, rað-forstjórum og fjárfestum til að fara yfir: Sérstöðu vísindalegrar nýsköpunar, Virðistilboð, Business Model Canvas, Hugverkarétt, Fjármögnunarleiðir og samninga, Vörður og kynningu á hugmynd, Pitchdeck - og reynslusögur.

Auðna Tæknitorg stendur fyrir þessu Masterclass-námskeiði sem verður haldið í Sjávarklasanum Grandagarði 16, Reykjavík. Uppfinningar eða hagnýtanlegar niðurstöður vísindasamfélagsins eiga oft langa leið fyrir höndum áður en þau komast í gagnið út í samfélaginu. Þessi leið er bæði löng, ströng og kostnaðarsöm. Master Class námskeiðið hjálpar þáttakendum að setja rannsóknir sínar í samhengi þar sem farið er yfir grunnþætti verðmætasköpunar á vísindaniðurstöðum.
Hvað þarf til? Hvað er framundan? Hvað vilja/þurfa fjárfestar sjá?

Meðal leiðbenenda eru Einar Mäntylä, PhD, EMBA, Auðna Tæknitorg; Eugen Steiner, Dr. Venture Partner Healthcap, SE; Jón Ingi Benediktsson, MSc, Accelerace, DK; Hannes Ottóson PhD, MBA - Nýsköpunarmiðstöð, Susan Christianen, viðskiptaþróunarstjóri - Auðna Tæknitorg.

Þáttakendum gefst tækifæri til að nota eigin rannsóknarverkefni til að vinna með. Námskeiðið fer fram á ensku og á erindi til vísindamanna, nýdoktora og doktorsnema úr háskóla- og rannsóknastofnana umhverfinu.

Þáttökugjald er 15 þús. krónur fyrir starfsmenn háskóla, LSH og opinberra rannsóknastofnana sem eru aðilar að Auðnu Tæknitorgi, en 35 þús. krónur fyrir aðra.

Skráning ásamt stuttri verkefnislýsingu fer fram með tölvupósti fyrir 1.ágúst með tölvupósti til: info@audnatto.is

Fjöldi þáttakenda takmarkast við 15.

Auðna Tæknitorg stendur fyrir þessu Masterclass-námskeiði um verðmætasköpun í vísindum sem verður haldið í Sjávarklasanum Grandagarði 16, Reykjavík.

Masterclass í verðmætasköpun vísinda