Skip to main content

Málþing um notkun upplýsingatækni og samfélagsmiðla í náms- og starfsráðgjöf

Málþing um notkun upplýsingatækni og samfélagsmiðla í náms- og starfsráðgjöf - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. febrúar 2019 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málþing námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands fer fram 19. febrúar n.k. frá kl. 13-16 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.

Efni málþingsins verður notkun upplýsingatækni og samfélagsmiðla í náms- og starfsráðgjöf. Aðalfyrirlesari málþingsins er dr. Jaana Kettunen sérfræðingur á menntarannsóknastofnun Jyväskylä háskóla. Rannsóknir hennar lúta að hönnun og notkun uppplýsinga- og samskiptatækni og samfélagsmiðla í náms- og starfsráðgjöf.

Þá munu Arnar Þorsteinsson, náms- og starfsráðgjafi og Jónína Ó. Kárdal, náms- og starfsráðgjafi ræða um stöðuna í þessum málaflokki hér á landi.

Að því loknu munu Hildur Mist Pálmarsdóttir og Hildur Ingólfsdóttir segja frá þjálfunarnámskeiðum í upplýsinga- og samskiptatækni við Jyväskylä háskóla.

Í lokin verður góðum gestum boðið að taka þátt í panelumræðum. Í hléi verður boðið upp á veitingar.