Skip to main content

Málþing um loftslagsbreytingar og menningararf

Málþing um loftslagsbreytingar og menningararf - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. desember 2021 9:00 til 17:00
Hvar 

Norræna húsið

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Íslandsdeild ICOMOS efnir til málþings um loftslagsbreytingar og menningararf í samvinnu við Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Minjastofnun og með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Málþingið verður haldið í fundasal Norræna hússins og á zoom fimmtudaginn 2. desember 2021 frá kl. 9.00 til 17.00. Það fer fram á ensku og eru fyrirlesarar íslenskir og erlendir fræðimenn. Smellið hér til að skoða dagskrá (pdf). Þeir munu fjalla um loftslagsbreytingar og menningararf frá margvíslegum sjónarhornum og meðal þess sem horft er til er:

  • Áhrif loftslagsbreytinga á menningarminjar; fornleifar, menningarlandslag og byggingararf.
  • Getur menningararfur sætt sjónarmið í umræðu um loftslagsbreytingar?
  • Hefðir og staðbundin þekking sem leiðir að aðlögun vistkerfa að loftslagsbreytingum.
  • Rammi um aðlögun að loftslagbreytingum. Aðferðir, skipulag og stjórnun.
  • Sögulegt umhverfi í borgum og endurnýting bygginga.

Vegna sóttvarnaregla er fjöldi í fundarsal takmarkaður við 50 manns og gildir að fyrstur kemur fyrstur fær. Einnig verður hægt að taka þátt á málþinginu sem fjarfundi á zoom. Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið icomosiceland2@gmail.com og takið fram ef óskað er eftir sæti í fundarsal. Tölvupóstur með hlekk á zoomfund verður sendur fyrir fundinn.

ICOMOS - International Committee on Monuments and Sites, eru alþjóðasamtök sem vinna að verndun og viðhaldi menningarminja og umhverfis þeirra. Markmiðið með málþinginu er að kynna starf ICOMOS um menningararf og loftslagsbreytingar og hefja umræðu hér á landi um þann þátt sem menningararfur getur átt í að skapa leiðir til að mæta áskorunum vegna loftslagsbreytinga. Einnig að beina sjónum að mikilvægi þess að horft sé til menningararfs þegar teknar eru ákvarðarnir í loftslagsmálum.

Íslandsdeild ICOMOS hefur opnað vefsíðu icomosiceland.is og þar er að finna ýmsar upplýsingar um félagið og einnig er bent á vefsíðu ICOMOS.

ICOMOS - International Committee on Monuments and Sites, eru alþjóðasamtök sem vinna að verndun og viðhaldi menningarminja og umhverfis þeirra. 

Málþing um loftslagsbreytingar og menningararf