Skip to main content

Málþing um frumvarp gegn umskurði drengja

Málþing um frumvarp gegn umskurði drengja - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. apríl 2018 13:00 til 17:00
Hvar 

Norræna húsið

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga heldur málþing í samvinnu við Trúarbragðafræðistofnun Hugvísindasviðs Háskóla Íslands um umskurð drengja í Norræna húsinu, Sæmundargötu 11 í Reykjavík, þriðjudaginn 17. apríl frá kl. 13.00 til 17.00. Frummælendur eru bæði heimamenn og erlendis frá og fer ráðstefnan fram á ensku. Vakin er sérstök athygli á því að á ráðstefnunni verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima.

Markmiðið með samráðsvettvanginum er að stuðla að jákvæðum samskiptum, skilningi, umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúar-viðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi. Aðildarfélög samráðs-vettvangsins eru alls 18.

Frumvarp til laga á Alþingi um bann við umskurn drengja hefur vakið mikla athygli hér á landi og víða um heim. Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga tekur hvorki afstöðu með frumvarpinu né á móti því, enda eru skiptar skoðanir um það innan hans, en hann vill engu að síður veita þeim trúfélögum, sem frumvarpið snertir mest, tækifæri til að kynna sjónarmið sín um það, hlusta á röksemdir þeirra, sem standa að því, og ræða þær. Það er grundvallaratriði í lýðræðislegu þjóðfélagi að skoðanaskipti allra hlutaðeigandi séu tryggð á opinberum vettvangi og málin rædd með sanngjörnum hætti.

Eftirtaldir halda erindi á málþinginu: 

  • Dr. Ólafur Þór Gunnarsson MD, alþingismaður og meðflutningsmaður frumvarpsins um bann við umskurn.
  • Salvör Nordal, umboðsmaður barna á Íslandi.
  • Moché Léwin rabbíni, varaforseti Evrópuráðs rabbína (Vice-President of the European Conference of Rabbis).
  • Hr. Yaron Nadbornik, forseti safnaðaráðs gyðinga í Finnlandi og fulltrúi Forsetaráðs Norrænna gyðingasamfélaga (President of the Council of Jewish Congregations in Finland, representing the Nordic Jewish Communities' Council of Presidents).
  • Jair Melchior aðalrabbíni, fulltrúi Gyðingasamfélags Danmerkur og Nefndar rétttrúaðra rabbína í Skandinavíu (representing the Jewish Community in Denmark and the Committee of the Orthodox Rabbis in Scandinavia).
  • Ute Steyer rabbíni, fulltrúi Gyðingasamfélagsins í Svíþjóð (representing the Jewish Community of Sweden).
  • Hr. Jonathan Arkush, foresti Fulltrúastjórnar breskra gyðinga (President of the Board of Deputies of British Jews).
  • Ahmad Seddeeq imam, MA gráða í íslömskum fræðum frá Al-Azhar háskóla, fulltrúi Menningarseturs múslima á Íslandi (the Islamic Cultural Center of Iceland).
  • Sayed Ali Abbas Razawi aðalimam, fulltrúi Skoska Ahlul Bayt félagsins (representing the Scottish Ahlul Bayt Society).
  • Adam Anbari, fulltrúi Stofnunar múslima á Íslandi (the Islamic Foundation of Iceland).
  • Atik Ali, forseti Íslamska safnaðar Finnlands og fulltrúi Muslim Network í Finnlandi (President of the Islam Congregation of Finland, representing Finland's Muslim Network).
  • Dr. Ty B. Ericksson, MD FACOG FPMRS Obstetrician / Gynecologist, Pelvic Reconstructive Surgeon í Bandaríkjunum.
  • Dr. Baldur Tumi Baldursson, yfirlæknir húð- og kynsjúkdómadeildar Landspítala í Reykjavík.
  • Sveinn Svavarsson, fulltrúi Intact Iceland Organization.
  • Dr. Bernard Lobel prófessor, Urologist, fyrrverandi yfirlæknir sjúkrahússins í Rennes í Frakklandi.
  • Fr. Heikki Huttunen, aðalritari Evrópska kirknaráðsins (General Secretary of CEC (Conference of European Churches)).
  • Dr. Elizabeta Kitanovic, framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Evrópska kirknaráðinu (Human Rights Executive Secretary of CEC).
  • Mgr. Duarte da Cunha, aðalritari Evrópska biskuparáðsins (General Secretary of CCEE (Council of Bishops' Conferences of Europe)).

Málstofustjóri: Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.

 

Norræna húsið.

Málþing um frumvarp gegn umskurði drengja