Skip to main content

Málþing um alþjóðlegt bakslag gegn þungunarrofi

Málþing um alþjóðlegt bakslag gegn þungunarrofi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. maí 2022 14:30 til 17:30
Hvar 

Oddi

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Alþjóðlegt bakslag stendur nú yfir gagnvart kyn- og frjósemisréttindum á alþjóðavísu. Þannig sjáum við t.d. viðleitni stjórnmálaafla í Bandaríkjunum til að skerða réttindi einstaklinga til að fara í þungunarrof. Miðvikudaginn 18. maí stendur LARABII-rannsóknarteymið við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands fyrir málþingi í Odda 101 milli 14.30 og 17.00 þar sem staða þessara mála verður rædd. Málþingið ber heitið The politics of abortion in Iceland, Ireland & Northern Ireland og fer fram á ensku.

LARABII-rannsóknarteymið, sem skipað er fræðifólki frá Íslandi, Írlandi, Norður-Írlandi og Norður-Ameríku, beinir sjónum að stjórnmálum þungunarrofs, þar á meðal þeim öflum sem vilja skerða kyn- og frjósemisréttindi, hvort sem er í Bandaríkjunum eða annars staðar.

Frummælendur á málþinginu verða

  • Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata 
  • David Farrell, stjórnmálafræðiprófessor við University College Dublin
  • Fiona Bloomer, dósent í velferðarstefnu við Ulster-háskóla
  • Ivana Bacik, þingmaður og leiðtogi írska Verkamannaflokksins

Að loknum erindum fara fram pallborðsumræður. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, stýrir málþinginu og pallborðsumræðum.

Öll velkomin en áhugasöm eru vinsamlegast beðin um að skrá sig á larabii.hi.is

Nánar um LARABII-rannsóknarteymið

Alþjóðlegt bakslag stendur nú yfir gagnvart kyn- og frjósemisréttindum á alþjóðavísu. Þannig sjáum við t.d. viðleitni stjórnmálaafla í Bandaríkjunum til að skerða réttindi einstaklinga til að fara í þungunarrof. Miðvikudaginn 18. maí stendur LARABII-rannsóknarteymið við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands fyrir málþingi í Odda 101 milli 14.30 og 17.00 þar sem staða þessara mála verður rædd. 

Málþing um alþjóðlegt bakslag gegn þungunarrofi