Málþing til heiðurs Arnheiði Sigurðardóttur | Háskóli Íslands Skip to main content

Málþing til heiðurs Arnheiði Sigurðardóttur

Málþing til heiðurs Arnheiði Sigurðardóttur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. október 2021 13:00 til 16:00
Hvar 

Landsbókasafni Þjóðarbókhlöðu

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Arnheiðar Sigurðardóttur verður haldið málþing henni til heiðurs, laugardaginn 16. október í fyrirlestarsal Landsbókasafns í Þjóðarbókhlöðu. Að málþinginu standa Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði, Þýðingasetur Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar. Málþingið er opið öllum.

Dagskrá:

  • 13:00 Soffía Auður Birgisdóttir, inngangsorð.
  • 13:10 Ragnhildur Richter: "reyndi að vera sem prúðust og eðlilegust.": Um endurminningar Arnheiðar, Mærin á menntabraut.
  • 13:40 Helga Kress: Af kvenpalli: Miðaldir í verkum Arnheiðar Sigurðardóttur.
  • Kaffihlé.
  • 14:30 Guðrún Kvaran: Um vinnu Arnheiðar á Orðabók háskólans.
  • 14:45 Soffía Auður Birgisdóttir: Bókmenntaþýðandinn Arnheiður Sigurðardóttir. Í erindinu verður spáð í skáldsagnaþýðingar Arnheiðar.
  • 15:15 Kristrún Guðmundsdóttir: Fáeinar ljóðaþýðingar. Í erindinu er varpað ljósi á af hverju Arnheiður þýddi ekki fleiri ljóð og birti opinberlega.

Arnheiðar Sigurðardóttur.

Málþing til heiður Arnheiði Sigurðardóttur