Málþing meistaranema | Háskóli Íslands Skip to main content

Málþing meistaranema

Hvenær 
26. september 2020 8:00 til 23:30
Hvar 

Á netinu

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málþing meistaranema á Menntavísindasviði fer fram dagana 25.-30. september nk. Á málþinginu munu þrjátíu nemar sem útskrifast í október flytja stuttar kynningar á lokaverkefnum sínum. Að þessu sinni verður málþingið rafrænt og verða kynningar meistaranema aðgengilegar á vef Menntamiðju þann 25. september.

Gestir geta sent nemendum athugasemdir eða spurningar á vefnum. Að loknu málþingi verður vefurinn áfram opinn áhugasömum en ekki verður hægt að senda inn spurningar eftir 30. september. Athugið að fyrirlestrum er ekki streymt í rauntíma heldur verður hægt að nálgast upptökur hvenær sem er.

Málþing meistaranema á Menntavísindasviði fer fram dagana 25.-30. september nk.