Skip to main content

Málstofa og útgáfuhóf: Trans barnið - handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk

Málstofa og útgáfuhóf: Trans barnið - handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. maí 2019 15:00 til 17:00
Hvar 

Þjóðminjasafnið, fyrirlestrarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á alþjóðadegi gegn fordómum í garð hinsegin fólks, föstudaginn 17. maí kl. 15-17, verður efnt til málþings og útgáfuhófs í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í tilefni af útkomu bókarinnar Trans barnið: Handbók fyrir foreldra og fagfólk. Háskólaútgáfan gefur bókina út í samvinnu við Félag grunnskólakennara. Bókin leiðir fjölskyldur og fagfólk áleiðis inn í ferðalagið sem fylgir því að eiga og ala upp trans barn eða barn með ódæmigerða kyntjáningu. Tekist er á við spurningar eins og hvað kynvitund er, hvernig er að koma út, hvað kynleiðrétting er og ekki síst hvernig hægt er að bregðast við þessu öllu saman. Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar sem birtist á íslensku. Trausti Steinsson þýddi en rýnihópur á vegum námsbrautar í kynjafræði við Háskóla Íslands staðfærði og lagaði að íslenskum aðstæðum. 

Dagskrá:
• Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir prófessor í kynjafræði opnar málþingið
• Svandís Anna Sigurðardóttir kynjafræðingur og Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum 78 kynna vinnu faghóps við staðfæringu bókar
• Trausti Steinsson grunnskólakennari og þýðandi les valda kafla
• Fulltrúi Trans Ísland ávarpar málþingið
• Fulltrúi Trans vina ávarpar málþingið

Útgáfuhóf:
• Móttaka og léttar veitingar