Skip to main content

Málstofa Lífvísindaseturs - Auðna Tæknitorg / TTO Iceland

Málstofa Lífvísindaseturs - Auðna Tæknitorg / TTO Iceland - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. september 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Læknagarður

stofa 343

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málstofa Lífvísindaseturs fimmtudaginn 12. september kl. 12:00 í Læknagarði Vatnsmýrarvegi 16, stofu 343.

Fyrirlesari: Dr. Einar Mäntylä, framkvæmdastjóri Auðnu Tæknitorgs

Titill: Auðna Tæknitorg - Nýsköpun í tækniyfirfærslu hér á landi og erlendis

Ágrip: Vísindastarfsemi á Íslandi er af háum gæðum og alþjóðasamstarf í blóma. Þetta hefur þó ekki skilað nægilega miklu til samfélagsins í formi  uppfinninga, hugverkaréttar og nýsköpunar. Vísindasamfélagið og stofnanir þess hafa tekið áskoruninni um að bæta úr þessu með stofnun Auðnu Tæknitorgs eftir talsverðan undirbúning. Hlutverk Auðnu Tæknitorgs er að hjálpa vísindasamfélaginu að hafa samfélagsleg áhrif með því að gera greiningar á vænlegum verkefnum, kanna hugverkastöðu, hugverkalandslag, og tryggja hugverkarétt eins og við á. Við aðstoðum við stofnun sprotafyrirtækja utan um verðmætar uppfinningar vísindamanna og kynnum þær gagvart atvinnulífi og fjárfestum, Við hjálpum einnig aðilum atvinnulífsins að finna sérfræðiþekkingu innan vísindasamfélagsins.  Að tengja og liðka fyrir samskiptum vísindasamfélagsins við atvinnulífið og fjárfesta krefst öflugs tengslanets sem við bindum vonir við að muni skila sér í meiri vísindadrifinni nýsköpun á Íslandi. 

Erindið verður haldið á ensku.

Allir velkomnir.

Auðna Tæknitorg / TTO Iceland

Málstofa Lífvísindaseturs - Auðna Tæknitorg / TTO Iceland