Skip to main content

Málfræðilegt kyn, kyngervi og vísanir til fólks: Hvað er að gerast í þýskri tungu?

Málfræðilegt kyn, kyngervi og vísanir til fólks: Hvað er að gerast í þýskri tungu? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. mars 2018 16:45 til 18:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

007

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málfræðilegt kyn, kyngervi og vísanir til fólks: Hvað er að gerast í þýskri tungu?          

Mánudaginn 26. mars, kl. 16:45, heldur Klaus Geyer, dósent við Suðurdanska háskólann í Óðinsvéum, fyrirlestur á vegum námsgreinarinnar þýsku í Mála- og menningardeild í stofu 007 í Veröld – Húsi Vigdísar.

Þegar þýskt málsamfélag virtist eftir áratugalanga umræðu hafa samþykkt réttmæti þess að í orðavali bæri að vísa með viðeigandi hætti til bæði karla og kvenna skaut nýtt vandamál upp kollinum: Hvað kyngervi eða félagslegt kyn varðar er hefðbundin tvígreining í karla og konur orðin úrelt og gera þarf ráð fyrir fleiri valkostum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvaða möguleika þýsk tunga hafi til að bregðast við þessum nýja samfélagslega veruleika.

Fyrirlesturinn verður haldinn á þýsku og er öllum opinn.

Klaus Geyer, dósent við Suðurdanska háskólann í Óðinsvéum

Málfræðilegt kyn, kyngervi og vísanir til fólks: Hvað er að gerast í þýskri tungu?