Skip to main content

Lýðræðinu ofgert: Vandinn við klofning í stjórnmálum

Lýðræðinu ofgert: Vandinn við klofning í stjórnmálum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. september 2019 12:00 til 13:20
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Fyrirlestrasalur VHV023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Opinn fyrirlestur á vegum verkefnisins „Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð: Tekist á um borgaraþátttöku, vald stofnana og sameiginleg gæði“

Fyrirlestur Robert Talisse, prófessors í heimspeki og forseta heimspekideildar Vanderbilt háskóla.

Í fyrirlestrinum fjallar Robert Talisse um efni nýrrar bókar sinnar, Lýðræðinu ofgert (Overdoing Democracy) og ræðir nýjar niðurstöður rannsókna á pólitískum klofningi. Þótt iðulega bendi greining til að rétta leiðin til að bregðast við auknum klofningi í stjórnmálum sé að leitast við að bæta sambandið við andstæðingana, sýna margvísleg gögn líka hvernig slíkt getur haft öfug áhrif og magnað frekar en lægt öldur pólitísks fjandskapar. Talisse færir rök fyrir því að klofning sé betra að skilja í ljósi þess hve mikinn þátt stjórnmálaviðhorf og -tengsl hafa á líf okkar, samskipti og sjálfsskilning. Pólitísk viðhorf okkar blandast stöðugt meira saman við hversdagslegar athafnir okkar: Allt verður pólitískt, verslunarvenjur, vinnustaðir, starfsgreinar, skólar, kirkjur, íþróttalið og jafnvel almenningsgarðar. Þegar pólitík nær með þessum hætti að gegnsýra félagslegt umhverfi okkar, þá er getu okkar til að rækta lýðræði viðbrugðið. Í stuttu máli gröfum við undan lýðræðinu með að ofgera því. Lausnin er að skapa vettvang og stuðla að athöfnum þar sem fólk getur átt samskipti og samvinnu án þess að pólitísk viðhorf þess séu þar með efld eða úr þeim dregið, en eigi þar einfaldlega ekki heima. Ef við viljum efla lýðræði og rækta það, þurfum við að hemja pólitíkina.

Fyrirlesturinn verður á ensku. Öll velkomin.

facebook

Overdoing Democracy: The Problem of Political Polarization

Lýðræðinu ofgert: Vandinn við klofning í stjórnmálum