Skip to main content

Loftslagið og samtal kynslóðanna

Loftslagið og samtal kynslóðanna - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. febrúar 2020 15:00 til 15:50
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Bratti

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Feðginin Eir Ólafsdóttir, menntaskólanemi og tónlistarkona, Ólafur Páll Jónsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, og hljómsveitin Ateria fjalla um yfirvofandi loftslagshamfarir í tali og tónum. Meðal þess sem þau munu ræða er þurrðardagur jarðar, loftslagskvíði, slakt læsi þeirrar kynslóðar sem nú situr við stjórnvöl þjóðfélagsins og svo hvað þetta segi okkur um gæði íslenska menntakerfisins og annarra menntakerfa á Vesturlöndum.

Loftslagshamfarir — hlutverk menntakerfisins er ný fyrirlestraröð sem hefur það markmið að veita nemendum og kennurum Háskólans og starfsfólki víðsvegar í menntakerfinu innblástur, skapa umræður og vera uppspretta lærdóms.

Fyrirlestrarnir munu fjalla um umhverfismál og menntun í víðum skilningi, matarsóun og ábyrga neysluhætti, stjórnkerfið, náttúruvernd og vistvæna framtíð, samtal kynslóðanna og samfélagslega þátttöku, áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og afleiðingar þeirra.

Dagskráin er sem hér segir:

Fyrirlestrarnir eru haldnir að jafnaði á mánudögum frá kl. 15.00-15.50 í Bratta í húsnæði Háskóla Íslands í Stakkahlíð.

16. mars 

Stjórnum við þróuninni? Sköpum vistvæna framtíð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Helena Óladóttir, aðjúnkt við Menntavísindasvið.

30. mars

Hvað getum við gert? Breytum til hins betra!

Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og umsjónarmaður þáttanna Hvað höfum við gert? á RÚV, og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda.

Menntavísindasvið Háskóla Íslands hrindir af stað nýrri fyrirlestraröð um loftslagshamfarir og hlutverk menntakerfisins. 

Loftslagið og samtal kynslóðanna