Skip to main content

Líkamleg gagnrýnin hugsun - eins dags námskeið

Líkamleg gagnrýnin hugsun - eins dags námskeið - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. mars 2019 9:30 til 17:00
Hvar 

Háskólatorg

HT-300

Nánar 
Skráning: sth123@hi.is

Stund: 30. mars, kl. 9:30-17:00 2019
Staður: Háskólatorg, HT-300

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Áhugasamir skrái sig með því að senda tölvupóst á sth123@hi.is 

Kenningar um aðferðir líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar byggja á hvarfinu að líkamanum en það felst í því að gangast við þekkingarfræðilegri virkni þeirrar for-ætlandi sem býr að baki tilfinningum, líkamlegri og reynslubundinni hugsun. Rannsóknir á samspili hugar og líkama í hugsun sýna hvernig hægt er að sigrast á grundvallarklofningi varðandi tilurð þekkingar sem hefur einkennt kartesíska hugsun í rannsóknum og kennsluháttum allt fram til dagsins í dag. 

Á námskeiðinu verða kenningar um líkamlega gagnrýna hugsun kynntar stuttlega, en megin áhersla verður lögð á verklegar æfingar sem byggja á þeirri aðferðafræði sem hefur verið þróuð til þess að virkja, þjálfa og iðka líkamlega gagnrýna hugsun. Undirstöðuatriði ,,Hugsað á brúninni" ("Thinking at the Edge"), aðferðar sem Eugene Gendlin þróaði við Háskólann í Chicago verða kynnt. 

Donata Schoeller dósent í heimspeki við Háskólann í Koblenz og gestaprófessor í heimspeki við Háskóla Íslands leiðir námskeiðið. 

Námskeiðið er á vegum Félags heimspekikennara og rannsóknaverkefnisins Líkamleg gagnrýnin hugsun.