Líffræðiráðstefnan 2019 | Háskóli Íslands Skip to main content

Líffræðiráðstefnan 2019

Hvenær 
17. október 2019 13:00 til 19. október 2019 16:00
Hvar 

Askja

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Líffræðiráðstefnan 2019 verður haldin 17.-19. október í Öskju – náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar.

Líffræðiráðstefnan er stærsta ráðstefna sinnar tegundar hérlendis og er hún nú haldin í 9. sinn. Þar koma saman flestallir vísindamenn á þessu sviði og fulltrúar nær allra stofnana og fyrirtækja sem tengjast lífvísindaheiminum á Íslandi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra opnar ráðstefnuna kl. 13 fimmtudaginn 17. október í sal Íslenskrar erfðagreiningar. Ráðstefnunni lýkur svo með hinum goðsagnakennda Haustfagnaði Líffræðifélagsins laugardagskvöldið 19. október á Bryggjunni brugghúsi við Grandagarð 8, 101 Reykjavík.

Dagskrá verður kynnt síðar.

Líffræðiráðstefnan 2019 verður haldin 17. – 19. október í Öskju – náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar.

Líffræðiráðstefnan 2019