Líffræðiráðstefnan 2019 | Háskóli Íslands Skip to main content

Líffræðiráðstefnan 2019

Hvenær 
17. október 2019 9:00 til 19. október 2019 18:00
Hvar 

Askja

og hús Íslenskrar erfðagreiningar

Nánar 
Almennt verð - 9.000 kr. - Nemendur - 4.500 kr.

Líffræðiráðstefnan 2019 verður haldin 17.-19. október í Öskju – náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Hún er skipulögð af Líffræðifélagi Íslands, sem fagnar 40 ára starfsafmæli í ár.

Líffræðiráðstefnan er stærsta ráðstefna sinnar tegundar hérlendis og er hún nú haldin í 9. sinn. Þar koma saman flestallir vísindamenn á þessu sviði og fulltrúar nær allra stofnana og fyrirtækja sem tengjast lífvísindaheiminum á Íslandi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra opnar ráðstefnuna kl. 9 fimmtudaginn 17. október í sal Íslenskrar erfðagreiningar. Ráðstefnunni lýkur svo með Haustfagnaði Líffræðifélags Íslands laugardagskvöldið 19. október á Bryggjunni brugghúsi við Grandagarð 8, 101 Reykjavík.

Dagskrá ráðstefnunnar

Ráðstefnan er opin öllum sem hafa áhuga á líffræði, skráning fer fram hér

Líffræðiráðstefnan 2019 verður haldin 17. – 19. október í Öskju – náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar.

Líffræðiráðstefnan 2019