Skip to main content

Life in Context: EMBL´s perspective

Life in Context: EMBL´s perspective - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. ágúst 2022 16:00 til 17:00
Hvar 

Askja

stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Edith Heard, framkvæmdastjóri European Molecular Biology Laboratory (EMBL) heldur fyrirlestur við Háskóla Íslands, mánudaginn 15. ágúst kl 16 í stofu 132 í Öskju. Fyrirlestur hennar nefnist:

Life in Context: EMBL’s perspective.

EMBL er rannsóknastofnun sem rekin er sameiginlega af 27 löndum í Evrópu, þ.m.t. Íslandi. Höfuðstöðvarnar eru í Heidelberg en auk þess rekur stofnunin útstöðvar í Hinxton (Bretlandi), Hamborg (Þýskalandi), Grenoble (Frakklandi), Róm (Ítalíu) og Barcelona (Spáni). Um 2000 manns vinna hjá EMBL, flestir í Heidelberg en EMBL-EBI (European Bioinformatics Institute) í Hinxton er stærsta útstöðin; þar vinna um 600 manns við að greina gögn um erfðamengi og gera þau aðgengileg á netinu. Rannsóknir stofnunarinnar beinast að því að auka skilning á líffræðilegum ferlum og hvernig þeim er stjórnað af sameindum frumunnar. Stofnunin er best þekkt fyrir að þróa ýmsar aðferðir, svo sem til að greina byggingu próteina, til greiningar lífupplýsingagagna og fyrir þróun nýrra smásjáraðferða.

Undir stjórn Dr. Heard hefur EMBL sett fram rannsóknaáætlun til næstu 5 ára þar sem áherslan verður lögð á lífverur í umhverfi sínu. Stór hluti af því er TREC verkefnið en það miðar að því að fara með ströndum Evrópu og skoða lífríkið og umhverfið þess með nýjum aðferðum. Þessa dagana er unnið að „pilot“ verkefnisins hér á landi í samstarfi við ýmsar stofnanir á Íslandi svo sem Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun. Heimsókn Dr. Heard er liður í því að setja verkefnið af stað.

Dr. Edith Heard, framkvæmdastjóri European Molecular Biology Laboratory (EMBL)

Life in Context: EMBL´s perspective