Skip to main content

Lesið í hamfarir: Eldgos sem táknmyndir loftslagsbreytinga í skáldskap og vísindum

Lesið í hamfarir: Eldgos sem táknmyndir loftslagsbreytinga í skáldskap og vísindum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. nóvember 2021 16:30 til 17:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Lesið í hamfarir: Eldgos sem táknmyndir loftslagsbreytinga í skáldskap og vísindum
Fyrirlesarar: Auður Aðalsteinsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson
Auðarsal, Veröld – húsi Vigdísar, 2. nóvember kl. 16.30-17.30

Auður Aðalsteinsdóttir: Eyðilandið í Kötlu. Eldgos sem bakgrunnur í skáldskap á tímum loftslagsbreytinga
Sjónvarpsþættirnir Katla gerast í landslagi sem markast af hamförum og þar sem lögmál veruleikans sem við þekkjum eiga ekki lengur við. Í fyrirlestrinum verður þetta skáldaða umhverfi tengt nýlegum vangaveltum höfunda jafnt sem fræðimanna um hlutverk og einkenni skáldskapar á tímum þar sem okkur berast reglulegar fréttir af því að loftslagsbreytingar séu þegar farnar að valda hraðari og öflugri röskun á veðurfari jarðar en spár hafa gert ráð fyrir. Veröldin sem við þekkjum er að breytast á svo afgerandi hátt að við eigum erfitt með að gera okkur það í hugarlund, hvað þá takast á við breytingarnar. Hvernig er í skáldskap tekist á við ógn af slíkri stærðargráðu og þann ókennilega heim sem við stöndum nú frammi fyrir?

Magnús Tumi Guðmundsson: Áhrif loftslagsbreytinga á eldgos á Íslandi
Eldgos eru ein birtingarmynd þess að jörðin leitar stöðugt jafnvægis.  Úr iðrum jarðar kemur bráðin kvika og veldur eldgosum, óháð hitastigi í lofthjúpnum.  En þær loftslagsbreytingar sem nú eru í gangi valda því að jöklar bráðna og ef svo fer fram sem horfir munu íslenskir jöklar hverfa að mestu á næstu 100-200 árum.  Við það lækkar þrýstingur þar sem áður var jökull og þá verður til meiri bráð í möttlinum undir landinu.  Jafnframt geta grunnstæð kvikuhólf í megineldstöðvum sem nú eru huldar jökli orðið óstöðug og brostið.  Hvort tveggja gætið valdið fleiri og stærri gosum.  Loftslagsbreytingar geta því haft áhrif á eldvirknina og verða þessi mögulegu áhrif rædd í fyrirlestrinum.

facebook

Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar

Lesið í hamfarir: Eldgos sem táknmyndir loftslagsbreytinga í skáldskap og vísindum

Lesið í hamfarir: Eldgos sem táknmyndir loftslagsbreytinga í skáldskap og vísindum