Leikum okkur með menningararfinn | Háskóli Íslands Skip to main content

Leikum okkur með menningararfinn

Hvenær 
16. mars 2018 9:30 til 16:00
Hvar 

Borgarbókasafnið, Menningarhús Gerðubergi

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Námsstefna um leikjavæðingu náttúru- og menningararfs, haldið í Menningarhúsi Borgarbókasafns í Gerðubergi föstudaginn 16. mars kl. 9:30-16:00. Ekkert þátttökugjald en skráning fer fram á lets-play-with-heritage.eventbrite.com.

Námsleiðin Hagnýt menningarmiðlun við Háskóla Íslands er meðal þeirra sem standa að námsstefnunni.

Þrískipt námsstefna

Fyrir hádegi verða fluttir fyrirlestrar sem veita innsýn í þá möguleika sem eru til staðar.

Eftir hádegi verða haldnar vinnustofur og kynningar þar sem þátttakendum gefst færi á að kynna sér betur ákveðnar aðferðir, tækni eða verkefni.

Síðdegis verða umræðuhópar um framtíðarsýn og stefnu og hvernig hægt er að vinna saman að nýjungum og framförum á þessu sviði.

Í lokin verða pallborðsumræður og samantekt.
Þar sem námsstefnan er hluti af CINE-verkefninu sem nýtur styrks úr Norðurslóðaáætlun ESB fer hún að mestu fram á ensku.

Vinnustofur

 • Digital content creation - digital humans from all ages
  Ari Knörr & Halldór Braga, PuppIT & Tækniskólinn.
 • Game mechanics to enhance the learning experience
  Niall Mc Shane, Ulster University.
 • Engaging with the past, through mixing realities
  Catherine Cassidy & Alan Miller, SMART History
 • Mobile applications workshop: engaging visitors with immersive experiences
  Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, Locatify
 • Player participation in citizen science research
  Pétur Örn Þórarinsson, Sólfar
 • Liminal world - experience Iceland's hidden world
  Kristín Mjöll, Ólöf & Sólrún, Jaðarmiðlun ehf.

Aðalfyrirlesari

Ed Rodley, stjórnandi á sviði miðlunar við Peabody Essex safnið í Bandaríkjunum flytur fyrirlesturinn The Future of Playing with the Past: New Opportunities in Interpreting Cultural Heritage.

Ed Rodley vann sem sýningar-hönnuður og -stjóri á Tæknisafninu í Boston í meira tvo áratugi og hefur frá 2013 stýrt samþættingu miðlunar við Peabody Essex safnið (PEM) í Salem sem er elsta starfandi safn í Bandaríkjunum.

Aðrir fyrirlesarar

 • Alan Miller, lektor við tölvudeild háskólans í St. Andrews í Skotlandi. Alan Miller kennir tölvufræði og miðlun með áherslu á sýndarveruleika og miðlun menningararfs. Playing with heritage, the digital & the real, a systems perspective.
 • Gunnar Liestøl, prófessor við miðlunardeild Oslóarháskóla í Noregi. Gunnar hefur kennt margmiðlun um árabil og tekið þátt í verkefnum á því sviði víða um Evrópu. Indirect augmented reality, cultural heritage and gamification.
 • Lemke Meijer, hönnuður í gagnvirkni hjá Gagarín.
  Lemke Meijer stýrir gagnvirkri miðlun hjá Gagarín og hefur komið að fjölda sýningarverkefna á Íslandi og erlendis. Gamification in interactive media for museums.

Leikjavæðing

Leikjavæðing (gamification) er hugtak sem hefur rutt sér til rúms við framsetningu og miðlun á upplýsingum og fræðsluefni. Skólar, söfn og fyrirtæki nýta í auknum mæli snjallsíma og tölvur til nálgunar á viðfangsefni sín með aðstoð aðferðafræði og tækni úr heimi tölvuleikja. Á þessari námsstefnu verður skoðað hvernig nýjar aðferðir og ný tækni geta nýst þeim sem vinna að miðlun náttúru- og menningararfs til almennings, nemenda og ferðamanna og hvernig menningararfurinn getur orðið innblástur fyrir leikjaframleiðendur.

Ed Rodley.

Leikum okkur með menningararfinn

Netspjall