Leiðin langa á vinnumarkað – vegvísar og vörður á menntavegi | Háskóli Íslands Skip to main content

Leiðin langa á vinnumarkað – vegvísar og vörður á menntavegi

Hvenær 
15. febrúar 2018 14:00 til 16:00
Hvar 

Lögberg

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Félag náms- og starfsráðgjafa og námsbraut í náms- og starfsráðgjöf við HÍ boða til málþings um brotthvarf og stuðning við ungt fólk á leið sinni um skólakerfið og út í atvinnulífið. Málþingið fer fram 15 febrúar, kl. 14 - 16 í Lögberg 101.

Í samanburði við jafnaldra sína í nágrannalöndunum virðast íslensk ungmenni eiga erfiðara með að fóta sig í menntakerfinu, velja sér nám og finna starf við hæfi þegar á út á vinnumarkað er komið. Þetta birtist m.a. í óvenju miklu brotthvarfi nemenda og háum útskriftaraldri bæði á framhalds- og háskólastigi.

Hagsmunaðilar í íslensku samfélagi verða leiddir saman til að ræða hvernig bæta megi stöðu mála og líta í leiðinni til nágrannalandanna í þeim tilgangi.

Inga H. Andreassen, dósent við Háskólann á Vesturlandi í Noregi  er aðalfyrirlesari málþingsins. Hún stýrði vinnu við mótun námskrár í Noregi og segir frá hvernig skólar, atvinnurekendur og fræðsluyfirvöld í þar starfa saman til að gefa nemendum kost á að læra um störf, atvinnumarkaðinn og tengslin milli náms og atvinnu. 

Beint streymi verður frá málþinginu Leiðin langa á vinnumarkað þann 15. febrúar n.k. 
Slóðin: https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx…

Til að varpa ljósi á stöðu mála hérlendis mun Kristjana Stella Blöndal, dósent fjalla um ólíka brotthvarfsnemendur í tengslum við námsval og þörf fyrir náms- og starfsráðgjöf. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor segir frá sögu og stöðu náms- og starfsfræðslu og hvort ekki sé tími til kominn að kalla þennan námsþátt öðru nafni. Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfni hjá Samtökum atvinnulífsins verður með erindi, en einnig verða fulltrúar í pallborði frá Samtökum sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands, Skólameistarafélagsinu, ASÍ, Samtökum iðnaðarins, Félagi framhaldsskólanema og SHÍ.

Leiðin langa á vinnumarkað – vegvísar og vörður á menntavegi