Langspilslúppa – Raftónlistarlegur baðstofugjörningur | Háskóli Íslands Skip to main content

Langspilslúppa – Raftónlistarlegur baðstofugjörningur

Hvenær 
20. febrúar 2019 12:30 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Kapellan

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á Háskólatónleikunum miðvikudaginn 20. febrúar flytur meistaraneminn Eyjólfur Eyjólfsson, sem jafnframt er þekktur tenór hér á landi, íslensk, ensk og frönsk þjóðlög, verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jórunni Viðar og sjálfan sig. Eyjólfur leikur undir á langspil. Allar útsetningarnar eru hans.

Eyjólfur er meistaranemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands og í lokaverkefni sínu fjallar hann um langspilið og notagildi þess í námi í grunnskóla. Á Vísindavef Háskóla Íslands er langspil talið íslenskt hljóðfæri og var það í notkun sennilega frá siðaskiptum og mest til loka 19. aldar. Það er auðvitað enn notað á okkar dögum við ýmis tækifæri – eins og á tónleikunum á miðvikudaginn. Það er vissulega spennandi að fá að heyra tónlist leikna á þetta íslenska hljóðfæri.

Tónleikarnir eru í kapellunni í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefjast þeir kl. 12.30. Eins og ávallt er enginn aðgangseyrir og öll velkomin.

Eyjólfur Eyjólfsson, sem jafnframt er þekktur tenór hér á landi, íslensk, ensk og frönsk þjóðlög, verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jórunni Viðar og sjálfan sig. Eyjólfur leikur undir á langspil.

Langspilslúppa – Raftónlistarlegur baðstofugjörningur