Skip to main content

Lækningar Jesú — vandamál eða áskorun?

Lækningar Jesú — vandamál eða áskorun? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. september 2019 11:40 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 229

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestur á vegum Guðfræðistofnunar mánudaginn 30. september 2019, kl. 11:40-13:00.

Lækningar Jesú — vandamál eða áskorun?

Þegar þau sem fylgdu Jesú forðum rifjuðu upp minningar sínar, voru lækningar hans þeim ofarlega í huga. Sögur af þeim vefjast oft fyrir fólki  nú á dögum. Mörgum þykja þær erfiðar eða óþægilegar. Fræðifólk hefur jafnvel túlkað þær þannig að sjálf lækningin hafi ekki átt sér stað.

Ef lækningasögurnar eru aftur á móti skoðaðar í ljósi frásagna af öðrum lækningum, er hugsanlegt að þær opni augu okkar fyrir nýjum leiðum til að sjá og skilja  lækningar Jesú: ekki sem vitnisburð um guðdómlega persónu eða sem hetju með yfirnáttúrulega krafta, heldur sem lækni á meðal annarra lækna.

Jan-Olav Henriksen er prófessor í trúarheimspeki við MF — Norwegian School of Theology, Religion and Society í Ósló. Hann hefur lokið doktorsprófi bæði í guðfræði og í heimspeki. Í rannsóknum sínum leggur hann áherslu á hvernig túlka megi áskoranir trúarbragða í upphafi 21. aldar. Meðal áhersluatriða er að ekki sé hægt að taka hefðbundnum hugmyndum um trúarbrögð sem gefnum, heldur sé mikilvægt að skoða þær út frá innsæi, kenningum og þekkingu okkar tíma.  Henriksen hefur ritað eða ritstýrt tæplega fimmtíu bókum.

Jan-Olav Henriksen

Lækningar Jesú — vandamál eða áskorun?