Skip to main content

Kynningarfundur um kennaranám

Kynningarfundur um kennaranám - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. mars 2019 16:30 til 17:15
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Bratti

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðar til opins kynningarfundar um kennaranám þriðjudaginn 26. mars kl. 16.30-17.15 í fyrirlestrarsalnum Bratta.

Kynntar verða fjölbreyttar leiðir til kennaranáms í grunn- og framhaldsnámi. Enn fremur verður greint frá aðgerðum stjórnvalda til að auka nýliðun í kennarastétt sem felast í námsstyrkjum til kennaranema og launuðu starfsnámi á lokaári námsins.

Örkynningar
Viltu verða leikskólakennari?
Viltu verða grunnskólakennari?
Viltu verða framhaldsskólakennari?

Að dagskrá lokinni gefst tækifæri til að spjalla við fulltrúa allra námsleiða.

Fundurinn er fyrir alla þá sem hafa hug á að leggja fyrir sig kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum. Boðið er upp tvær meginleiðir: annars vegar fimm ára heildstætt kennaranám og hins vegar tveggja ára meistaranám fyrir þá sem hafa lokið öðru grunnnámi.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Nánar á kennaranam.hi.is

Viðburðurinn á Facebook

Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðar til opins kynningarfundar um kennaranám þriðjudaginn 26. mars kl. 16.30-17.15 í fyrirlestrarsalnum Bratta.

Kynningarfundur um kennaranám