Kynningardagur fyrir nýja kennara við Háskóla Íslands | Háskóli Íslands Skip to main content

Kynningardagur fyrir nýja kennara við Háskóla Íslands

Hvenær 
20. ágúst 2019 9:00 til 13:30
Hvar 

Setberg - hús kennslunnar

Nánar 
Skráning

Stund: þri. 20. ágúst kl. 9:00-13:30
Staður: Setberg - hús kennslunnar (við Sæmundargötu, fyrsta hús við skeifuna)

Skráning er á heimasíðu Kennslumiðstöðvar

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands býður nýjum kennurum við skólann til kynningardags þriðjudaginn 20. ágúst kl. 9:00-13:30, í nýju húsi kennslunnar, Setbergi (gengið inn frá skeifunni fyrir framan aðalbyggingu HÍ). Kennarar fá innsýn í starf háskólakennara, hvaða stuðning þeir geta fengið við kennsluna og hvert þeir geta leitað á fræðasviði sínu.

Dagskrá:

9:00 – 12:30 Nám og kennsla á háskólastigi og kynning á Kennslumiðstöð Háskóla Íslands

12:30 – 13:30 Léttur hádegisverður og spjall við fulltrúa fræðasviðs

Hæfniviðmið:
Að kynningardegi loknum:

  • geta þátttakendur notað kennsluaðferðir til þátttöku nemenda í námi sínu
  • geta þátttakendur leitað til réttra aðila innan háskólans varðandi kennslutengd málefni
  • þekkja þátttakendur aftur a.m.k. einn starfsmann fræðasviðs síns og geta leitað til hans um aðstoð

Fyrir hvern?
Kynningardagurinn er fyrir nýja kennara við Háskóla Íslands.

Mynd: Kristinn Ingvarsson

Kynningardagur fyrir nýja kennara í ágúst 2019