Skip to main content

Kynning og móttaka fyrir nýja doktorsnema

Kynning og móttaka fyrir nýja doktorsnema - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. september 2018 16:00 til 18:00
Hvar 

Stúdentakjallarinn

Nánar 
Skráning
Doktorsnemar

Miðstöð framhaldsnáms og félag doktorsnemar og nýdoktora FEDON bjóða til kynningardagskrár þriðjudaginn 25. september í Stúdentakjallaranum. Kynningarnar miða sérstaklega að nýjum doktorsnemum, innrituðum frá og með 1. janúar 2017, en allir doktorsnemar eru velkomnir.  Skráning á Uglu er nauðsýnleg. Kynningin verður haldinn á ensku og boðið verður upp á léttar veitingar.

Tilgangur viðburðarins er að gefa doktorsnemum tækifæri á að kynnast öðrum nemum og öðlast vitneskju um þær starfseiningar skólans sem bjóða doktorsnemum upp á þjónustu og stuðning meðan á náminu stendur.

Eftirtaldir aðilar munu kynna starfsemi sína: 

  • Miðstöð framhaldsnáms
  • FEDON
  • Náms- og starfsráðgjöf
  • Háskólabókasafn
  • Skrifstofa alþjóðasamskipta
  • Kennslumiðstöð
  • Vísinda- og nýsköpunarsvið
  • Stúdentaráð
  • International Staff Services
  • Sálfræðiráðgjöf háskólanema
  • Tungumálamiðstöð

Kynning og móttaka fyrir nýja doktorsnema

Kynning og móttaka fyrir nýja doktorsnema