Skip to main content

Kynning á öndvegisverkefninu Heimsins hnoss og fyrirlestur Karen Harvey

Kynning á öndvegisverkefninu Heimsins hnoss og fyrirlestur Karen Harvey - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. maí 2018 12:00 til 13:30
Hvar 

Þjóðminjasafn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hinn 11. maí 2018 verður haldin kynningardagskrá á nýju öndvegisverkefni sem hlaut styrk frá Rannsóknarsjóði Íslands (RANNÍS) í ár sem nefnist „Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merkin“. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í Sagnfræði- og heimspekideild, fer fyrir verkefninu. Dagskráin hefst kl. 12 og verður haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Af þessu tilefni heldur Karen Harvey, prófessor í menningarsögu við háskólann í Birmingham á Englandi fyrirlestur sem hún nefnir „Archives of Materiality“ en hún hefur einmitt sérhæft sig í efnismenningarfræðum. Athöfnin er öllum opin og er háskólafólk hvatt til að koma og kynna sér efni rannsóknarinnar sem mun spanna næstu þrjú árin og tengjast mörgum fræðigreinum bæði í hug- og félagsvísindum.

Sjá kynningu á fyrirlestri Karen Harvey sem og stutt æviágrip hennar og loks dagskrá kynningarinnar allrar hér að neðan:

Dagskrá (frá 12:00-13:30)

Fundarstjóri: Anna Lísa Rúnarsdóttir

  • Kl. 12:00 – Ávarp þjóðminjavarðar, Margrétar Hallgrímsdóttur (flutt á íslensku)
  • Kl. 12:10 – Guðmundur Hálfdanarson, forseta Hugvísindasviðs: „Grants of Excellence and the Humanities“ (flutt á ensku)
  • Kl. 12:20 – Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í Sagnfræði- og heimspekideild: „Heimsins hnoss – kynninga á öndvegisverkefni“ (flutt á íslensku)
  • Kl. 12:40 – Karen Harvey, prófessor í menningarsögu við Univeristy of Birmingham (UK):

„Archives of Materiality“ (flutt á ensku)

Scholars from many disciplines are undoubtedly committed to examining materiality as a significant, even principal, feature of past human experience. Yet is there an archive of materiality? In this talk, Professor Harvey will explore the different archives that have been used to reconstruct the materiality of everyday life. Drawing on her research into early modern Britain (1650-1800), as well as her experiences of working in museums and heritage sites, she will consider the challenges in the study of material culture, the promise and pitfalls of interdisciplinarity and new directions in the field.

Karen Harvey is Professor of Cultural History at the University of Birmingham (UK). She is a historian of Britain in the long eighteenth century and her research has focussed on gender and the body, material culture and domestic life. Her books include The Little Republic: Masculinity and Domestic Authority in Eighteenth-Century Britain (Oxford University Press, 2012) and History and Material Culture (ed.) (2009; Routledge, second edition 2017).

Karen Harvey, prófessor í menningarsögu við háskólann í Birmingham á Englandi.

Kynning á öndvegisverkefninu Heimsins hnoss og fyrirlestur Karen Harvey